Svört hvíta­sunna

Fréttablaðið - - NEWS - Ág­úst Ólaf­ur Ág­ústs­son þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar

Áföstu­degi fyr­ir hvíta­sunnu birt­ust djúpt á fylgiskjal­i núm­er 7 ótrú­leg­ar breyt­ing­ar­til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar á fjár­mála­áætl­un sinni.

1. Fjár­fram­lög til ör­yrkja næstu 5 ár­in eiga að lækka sam­an­lagt um tæpa 8 millj­arða frá því sem hafði þeg­ar ver­ið kynnt þeg­ar fjár­mála­áætl­un­in var fyrst lögð fram fyr­ir rúm­um 2 mán­uð­um. Nið­ur­skurð­ur VG, Fram­sókn­ar og Sjálf­stæð­is­fólks á Al­þingi á fyr­ir­hug­uð­um fjár­veit­ing­um til að bregð­ast við breytt­um að­stæð­um í hag­kerf­inu er einna mest­ur gagn­vart ör­yrkj­um. Það er nú ansi vond póli­tík.

2. Nýsköp­un og rann­sókn­ir fá tæpa 3 millj­arða kr. lækk­un sam­an­lagt næstu 5 ár­in og um­hverf­is­mál­in lækka um 1,4 millj­arða kr. frá því sem hafði ver­ið til­kynnt í fjár­mála­áætl­un­inni. Fram­tíð­in fær þarna högg.

3. Fram­halds­skól­ar fá 1,8 millj­örð­um kr. lægri upp­hæð sam­an­lagt næstu fimm ár­in mið­að við fram­lagða fjár­mála­áætl­un og minnka heild­ar­fram­lög til þeirra meira að segja næstu fimm ár­in þrátt fyr­ir lof­orð um að „stytt­ingar­pen­ing­arn­ir“ættu að hald­ast og allt tal um „mennta­sókn“.

4. Menn­ing og æsku­lýðs­mál fá tæp­lega 9% lækk­un á heild­ar­fram­lög­um frá 2019 til 2024.

5. Sjúkra­hús­þjón­usta fær um 4,7 millj­arða kr. lækk­un sam­an­lagt næstu 5 ár­in í breyt­ing­ar­til­lög­un­um og heilsu­gæsla og sér­fræði­þjón­usta fær um 2 millj­arða kr. lækk­un næstu 5 ár­in.

6. Hjúkr­un­ar­heim­il­in fá 3,3% lækk­un á fjár­fram­lög­um sín­um næstu 5 ár­in þrátt fyr­ir aukna öldrun þjóð­ar­inn­ar.

7. Sam­göngu­mál fá 2,8 millj­arða kr. lækk­un sam­an­lagt næstu fimm ár­in frá því sem áætl­un­in gerði fyrst ráð fyr­ir. Sé lit­ið til heild­ar­út­gjalda til sam­göngu­mála þá lækka þau um 17% næstu fimm ár­in.

Þetta er allt sam­an gert á sama tíma og veiði­leyf­a­gjöld­in eru lækk­uð nið­ur í upp­hæð tób­aks­gjalda, lækk­un banka­skatts er enn í for­gangi og við höld­um enn í lægsta fjár­magn­s­tekju­skatt af öll­um Norð­ur­lönd­un­um.

Við­brögð for­manns Ör­yrkja­banda­lags­ins við breyt­ing­ar­til­lög­un­um voru þessi: „Verða þetta mála­lok­in, verða þess­ar vanefnd­ir minn­is­varði rík­is­stjórn­ar Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur?“

Nið­ur­skurð­ur VG, Fram­sókn­ar og Sjálf­stæð­is­fólks á Al­þingi á fyr­ir­hug­uð­um fjár­veit­ing­um til að bregð­ast við breytt­um að­stæð­um í hag­kerf­inu er einna mest­ur gagn­vart ör­yrkj­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.