Frá degi til dags

Fréttablaðið - - NEWS - [email protected]­bla­did.is

Blátt bann

Þjóð­ern­is­hyggj­an virð­ist hafa heltek­ið fót­bolta­æsta Tyrki. Allt sem Ís­lend­ing­ar gera er ómögu­legt. Við meg­um ekki stoppa lands­l­ið þeirra á flug­vell­in­um, róta í tösk­um né hrista vega­bréf þeirra. Svo má alls ekki leyfa Belga að veifa fram­an í þá upp­þvotta­bursta. Ut­an­rík­is­ráð­herr­ar land­anna ræddu sam­an í gær til að bera klæði á vopn­in. Fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, Öss­ur Skarp­héð­ins­son, vildi ganga lengra. Á Fés­bók hvatti hann lands­menn til að mæta með upp­þvotta­bursta á völl­inn. KSÍ lagði hins veg­ar blátt bann við slíku kyn­þátt­aníði og hirti þá af snið­ug­um áhang­end­um.

Hr­ingt í Jens

Ís­lend­ing­ar tóku mun bet­ur á móti Jens Stolten­berg, fram­kvæmda­stjóra NATO, en Tyrkj­um. Fékk hann að ferð­ast hindr­un­ar­laust um göt­ur borg­ar­inn­ar í lög­reglu­fylgd. Eitt það helsta sem hrjá­ir ís­lenska stjórn­mála- og um­ræðu­hefð er tregð­an til að setja sig í spor annarra. Því get­ur það ekki ver­ið auð­velt fyr­ir for­sæt­is­ráð­herra að dekra við sam­tök sem hún er bein­lín­is á móti. Hún hef­ur sagt NATO hluta af mála­miðl­un rík­is­stjórn­ar­flokk­anna. Jens og Katrín hafa vissu­lega hist áð­ur, en í þetta skipt­ið var það Katrín sem bauð. Það get­ur ekki hafa ver­ið auð­velt að hringja í Jens.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.