Stór­felld upp­bygg­ing vegna orku­skipta

Fréttablaðið - - NEWS -

Ég hef far­ið ferða minna hjólandi í mörg ár, nota oft strætó og átti bíl í eitt og hálft ár fyr­ir nær 15 ár­um. Hins veg­ar skil ég vel að slíkt henti sum­um illa og öðr­um bara alls ekki. Og þótt brýnt sé að gera fólki kleift að velja al­menn­ings­sam­göng­ur, hjól­reið­ar og ann­að slíkt til að kom­ast á milli staða, verða bíl­ar áfram til sam­hliða þessu. Hvað er þá til ráða þeg­ar los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda frá vega­sam­göng­um er af­ar mik­il – raun­ar þriðj­ung­ur allr­ar þeirr­ar los­un­ar sem við þurf­um að standa skil á gagn­vart Pa­rís­ar­sam­komu­lag­inu?

Svar­ið er að við verð­um að hætta að brenna jarð­efna­eldsneyti til að knýja bíla­flot­ann okk­ar áfram. Þess í stað þurf­um við að nota end­ur­nýj­an­lega orku. Ann­að er ósjálf­bært. Við þurf­um að ná orku­skipt­um í vega­sam­göng­um. Við eig­um þeg­ar að baki álíka bylt­ingu þeg­ar við hætt­um að brenna kol­um til að kynda upp hús­in okk­ar og kom­um þess í stað upp hita­veitu. Bann við ný­skrán­ing­um bens­ín- og dísil­bíla ár­ið 2030 er hluti af að­gerða­áætl­un stjórn­valda í lofts­lags­mál­um og bíla­orku­skipt­in ganga raun­ar vel. Ís­land er nú í öðru sæti í heim­in­um á eft­ir

Nor­egi hvað varð­ar ný­skrán­ing­ar raf­bíla, auk þess sem stjórn­völd kynntu fyrr í vik­unni að­gerð­ir sem skipta miklu til að tryggja að orku­skipt­in gangi hratt og ör­ugg­lega fyr­ir sig.

Fjár­fest­ing upp á millj­arð

Fjár­magni verð­ur veitt til upp­bygg­ing­ar hrað­hleðslu­stöðva um allt land, með áherslu á næstu kyn­slóð hleðslu­stöðva sem bjóða upp á mun styttri hleðslu­tíma en nú­ver­andi stöðv­ar gera. Mik­il­vægt er að koma upp þéttu neti af stöðv­um til að koma í veg fyr­ir sóun og offjár­fest­ingu fólks í stór­um og lang­dræg­um raf­hlöð­um. Einnig verð­ur ráð­ist í sér­stakt verk­efni með ferða­þjón­ust­unni, enda áhrif inn­kaupa bíla­leiga á sam­setn­ingu bíla­flot­ans hér á landi af­ar mik­il. Tæp­ur helm­ing­ur allra ný­skráðra bif­reiða á Íslandi eru bíla­leigu­bíl­ar og lyk­il­at­riði að ná þar fram orku­skipt­um, þar sem bíla­leigu­bíl­ar verða síð­ar að heim­il­is­bíl­um lands­manna þeg­ar þeir eru seld­ir á eft­ir­mark­aði.

Fram und­an er síð­an að full­vinna til­lög­ur varð­andi met­an, vetni, lí­feldsneyti, orku­skipti í al­menn­ings­sam­göng­um og fleiri mik­il­væga þætti. Til­kynnt var um ráð­stöf­un 450 millj­óna króna vegna orku­skipta á ár­un­um 2019-2020 en heild­ar­fjárfest­ing­in ein­göngu af þess­ari fyrstu upp­hæð gæti slag­að hátt í millj­arð, enda er gert ráð fyr­ir mót­fram­lög­um við veit­ingu fjár­fest­ing­ar­styrkj­anna.

Við höf­um allt hér á landi sem þarf til að vera í far­ar­broddi í heim­in­um í orku­skipt­um í sam­göng­um.

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son um­hverf­i­sog auð­linda­ráð­herra

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.