Hafn­ar­fjörð­ur í for­ystu í auk­inni sjálf­bærni í skipu­lags- og bygg­ing­ar­mál­um

Fréttablaðið - - NEWS -

Minnk­un á los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda er mál sem ekki fyr­ir svo löngu síð­an komst í há­mæli. Við Hafn­firð­ing­ar höf­um tek­ið um­hverf­is­mál­in al­var­lega m. a. með metn­að­ar­fullri um­hverf­is- og auð­linda­stefnu þar sem tek­ið er á flest­um mál­um er varða vernd­un og betri um­gengni við um­hverf­ið auk að­gerða­áætl­un­ar varð­andi stefnu Hafn­ar­fjarð­ar um um­hverf­is- og auð­linda­mál.

Vist­væn­ar fram­kvæmd­ir í Hafnar­firði

Bæj­ar­stjórn Hafn­ar­fjarð­ar sam­þykkti þann 29. maí til­lög­ur að að­gerð­um til að hvetja hús­byggj­end­ur til að setja um­hverf­ið í for­gang í sam­ræmi við Heims­markmið Sa­mein­uðu þjóð­anna um sjálf­bæra þró­un, aukn­ar kröf­ur um minni los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda út í and­rúms­loft­ið og aukna um­hverfis­vit­und al­menn­ings. Til­lög­urn­ar fjalla m. a. um að djúp­gám­ar verði á öll­um upp­bygg­ing­ar­svæð­um auk þess sem gert verði ráð fyr­ir þeim við end­ur­skoð­un á skipu­lags­skil­mál­um í eldri hverf­um. Sam­þykkt voru ákvæði um end­ur­vinnslu úr­gangs á fram­kvæmd­ar­stað, að minnsta kosti 20% bygg­ing­ar­efna í ný­fram­kvæmd­um skuli hafa um­hverf­is­vott­un og að Hafn­ar­fjarð­ar­bær móti sér stefnu um vott­un ( BREEAM, Sv­an­ur­inn eða sam­bæri­legt) allra ný­bygg­inga á veg­um sveit­ar­fé­lags­ins. Sam­þykkt var að inn­leiða hvata til fram­kvæmdarað­ila til þess fá Svans­vott­un, BREEAM-vott­un eða sam­bæri­legt á ný­bygg­ing­ar, með­al ann­ars í formi af­slátt­ar af lóða­verði. Sam­þykkt var að af­slátt­ur af lóð­ar­verði vegna Svans­vott­aðs húss verði 20%, að bygg­ing­ar með BREEAM- ein­kunn „Very good“55% fái 20% af­slátt af lóð­ar­verði og við BREEAM-ein­kunn „Excell­ent“70% verði af­slátt­ur af lóð­ar­verði 30%. Þá sam­þykkti bæj­ar­stjórn jafn­framt að Hafn­ar­fjörð­ur ger­ist að­ili að Grænni byggð.

Í stóra sam­heng­inu

Sam­þykkt bæj­ar­stjórn­ar er einkar ánægju­leg en e. t.v. lít­ið skref í stóra sam­heng­inu um um­hverf­is­vernd en lýs­ir vilja bæj­ar­stjórn­ar Hafn­ar­fjarð­ar í um­hverf­is­mál­um. Í stóra sam­heng­inu þar sem bygg­ing­ar og bygg­ingar­iðn­að­ur­inn á heimsvísu er tal­inn ábyrg­ur fyr­ir um 25%-35% los­un­ar gróð­ur­húsaloft­teg­unda má e.t.v. segja að sam­þykkt okk­ar í Hafnar­firði megi sín lít­ils en eins og mál­tæk­ið seg­ir „margt smátt ger­ir eitt stórt“, þannig mun­um við ná ár­angri í um­hverf­is­mál­um.

Sam­þykkt bæj­ar­stjórn­ar er einkar ánægju­leg en e.t.v. lít­ið skref í stóra sam­heng­inu um um­hverf­is­vernd en lýs­ir vilja bæj­ar­stjórn­ar Hafn­ar­fjarð­ar í um­hverf­is­mál­um.

Ólaf­ur Ingi Tómas­son bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Hafnar­firði

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.