Léku við hvern sinn fing­ur í sigri á Tyrkj­um

Ís­lenska karla­lands­lið­ið í knatt­spyrnu vann verð­skuld­að­an 2-1 sig­ur á Tyrklandi í gær og deil­ir efsta sæti H-riðils með Tyrkj­um og Frökk­um. Fyrri hálfleik­ur­inn í gær var einn sá besti sem ís­lenska lið­ið hef­ur leik­ið í lang­an tíma.

Fréttablaðið - - S PORT - FRÉTTABLAЭIÐ/ANTON BRINK krist­inn­[email protected]­bla­did.is

Ís­lenska karla­lands­lið­ið í knatt­spyrnu er kom­ið aft­ur á beinu braut­ina og deil­ir efsta sæti H-riðils í undan­keppni EM 2020 með Frökk­um og Tyrkj­um eft­ir verð­skuld­að­an 2-1 sig­ur á Tyrklandi í gær. Ís­land fær því fullt hús stiga í þessu lands­leikja­hléi og er enn með ör­lög­in í eig­in hönd­um í undan­keppni EM.

Eft­ir sig­ur Tyrkja á Frökk­um á dög­un­um mátti Ís­land varla við því að stíga feil­spor í gær en Tyrk­irn­ir stóð­ust Ís­lend­ing­um ekki snún­ing í fyrri hálfleik. Mið­vörð­ur­inn Ragn­ar Sig­urðs­son, sem var að leika sinn 88. leik og jafn­aði með því Eið Smára Guðjohnsen sem 4. leikja­hæsti leik­mað­ur­inn í sögu karla­lands­liðs­ins, kom Íslandi verð­skuld­að yf­ir snemma leiks eft­ir auka­spyrnu. Ragn­ar var aft­ur á ferð­inni skömmu síð­ar eft­ir ann­að fast leik­at­riði og var það fylli­lega verð­skuld­að að Ís­land skyldi skora tvö mörk í þess­um fyrri hálfleik.

Ís­lenska lið­ið fékk ara­grúa af fær­um í fyrri hálfleik og voru Strák­arn­ir okk­ar ef­laust hundsvekkt­ir að ná að­eins tveim­ur mörk­um í fyrri hálfleik. Hvað þá þeg­ar Tyrkj­um

tókst, þvert á gang leiks­ins, að minnka mun­inn rétt fyr­ir lok fyrri hálfleiks með skalla úr horni.

Í seinni hálfleik færði tyrk­neska lið­ið sig of­ar á völl­inn til að reyna að ná jöfn­un­ar­marki en ís­lenska lið­ið stóðst öll áhlaup Tyrkja og land­aði

stig­un­um þrem­ur á heima­velli.

Næstu leik­ir Ís­lands eru í Moldóvu og Alban­íu í haust og eft­ir skell­inn gegn Frökk­um á dög­un­um eru Strák­arn­ir okk­ar svo sann­ar­lega komn­ir á flug á ný.

Tyrk­irn­ir réðu ekk­ert við Ís­lend­inga í fyrri hálfleik þeg­ar Ragn­ar Sig­urðs­son skor­aði tví­veg­is eft­ir föst leik­at­riði og voru Ís­lend­ing­ar óheppn­ir að skora ekki fleiri mörk.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.