Tíu millj­arða tækn­irisi á Akra­nesi

Í tæp­lega átta þús­und íbúa bæj­ar­fé­lagi hef­ur ris­ið blóm­legt há­tæknifyr­ir­tæki í mat­væla­iðn­aði. Fyr­ir tveim­ur ár­um fjár­festi Skag­inn 3X fyr­ir tvo millj­arða króna í rekstr­in­um til að leggja grunn að frek­ari vexti. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur vax­ið um tíu pró­sent á ári.

Fréttablaðið - - MARKAÐURIN­N - helgi­vif­[email protected]­bla­did.is Helgi Víf­ill Júlí­us­son

Við stefn­um á að velta fyr­ir­tækj­anna þriggja fari yf­ir tíu millj­arða króna í ár.

Ingólf­ur Árna­son, eig­andi og fram­kvæmda­stjóri Skag­ans 3X

ÁAkra­nesi, þar sem íbú­ar eru tæp­lega átta þús­und, hef­ur ris­ið blóm­legt há­tæknifyr­ir­tæki sem velti nærri tíu millj­örð­um króna í fyrra. Skag­inn 3X þró­ar og fram­leið­ir tækja­bún­að fyr­ir mat­væla­iðn­að, einkum fisk­vinnslu, og er með um 300 starfs­menn. Þar af starfa um 200 á Akra­nesi, um 70 á Ísa­firði en aðr­ir eru í Reykja­vík.

Sam­stæð­an er í eigu Ing­ólfs Árna­son­ar, stofn­anda og fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins, og Guð­rún­ar Ag­nes­ar Sveins­dótt­ur, eig­in­konu hans.

„ Ár­ið 2017 var tek­in stefnu­mark­andi ákvörð­un. Við töld­um að fyr­ir­tæk­ið gæti ekki vax­ið á Íslandi nema með því að fram­leiða tækja­bún­að­inn með nýj­ustu tækni. Við fjár­fest­um því fyr­ir tvo millj­arða króna. Fyr­ir það var byggt hús og keypt fram­leiðslu­tæki.

Þetta var stór ákvörð­un. Í að­drag­and­an­um runnu oft á mig tvær grím­ur og ég hugs­aði með sjálf­um mér: Djöf­ull gat ég ver­ið vit­laus. En þetta fór allt vel að lok­um og þessi nýja fram­leiðslu­tækni er nú und­ir­staða frek­ari vaxt­ar.

Núna er­um við far­in að upp­skera aukna hag­kvæmni í rekstri.

Það stoð­ar ekki að pre­dika yf­ir við­skipta­vin­um mik­il­vægi þess að nýta bestu mögu­legu tækni en nota hana ekki sjálf í eig­in fram­leiðslu.

Áskor­un­in um þess­ar mund­ir er að hanna vör­urn­ar upp á nýtt til að þær passi í nýju fram­leiðslu­vél­arn­ar,“seg­ir Ingólf­ur.

Fræ­ið frá Sam­band­inu

Hvernig var upp­haf­ið að þess­um um­svifa­mikla rekstri?

„Segja má að veg­ferð­in hafi haf­ist fyr­ir um 30 ár­um þeg­ar ég starf­aði hjá Fram­leiðni, sem var arm­ur af sjáv­ar­út­vegs­deild Sam­bands ís­lenskra sam­vinnu­fé­laga. Þetta var áð­ur en kvóta­kerf­inu var kom­ið á og ís­lensk fisk­vinnsla skipt­ist í tvo arma: Sölu­mið­stöð hrað­frysti­hús­anna og Sam­band ís­lenskra sam­vinnu­fé­laga.

Okk­ar hlut­verk í Fram­leiðni var að reyna að bæta fram­leiðslu­að­ferð­ir og í því skyni bjugg­um við til fyrstu flæðilín­una sem all­ir nota í dag. Tækn­in bar að sjálf­sögðu ekki nafn í fyrstu og við gáf­um henni nafn­ið flæðilína sem seinna var þýtt á ensku sem flowl­ine.

Það er merki­legt að hugsa til þess hve fá­brot­in tækn­in í fisk­vinnslu var fyr­ir 30 ár­um. Á þeim tíma þótti það æv­in­týra­legt að geta sett fisk á færi­band sem flutti fisk­inn.

Flæðilín­an bætti nýt­ingu fisks úr 43 pró­sent­um í 47 pró­sent. Þetta leiddi til níu pró­senta meiri sölu á fiski. Engu að síð­ur mætti tækn­in mik­illi mót­stöðu og mörg­um þótti hug­mynd­in arfa­vit­laus.

Það var ekki fyrr en með til­komu kvóta­kerf­is­ins að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hættu að leggja áherslu á að veiða eins mik­ið og hægt var og hófu að beina sjón­um sín­um að því að há­marka verð­mæti úr afla­heim­ild­um.

Ég hef fylgst ná­ið með þeirri þró­un í gegn­um mín störf. Kvóta­kerf­ið og þessi breytta hugs­un lagði grunn­inn að öfl­ug­um tæknifyr­ir­tækj­um á Íslandi eins og okk­ur, Mar­el, Völku og öðr­um fram­sækn­um fyr­ir­tækj­um í nánu sam­starfi við öfl­uga út­gerð og fisk­vinnslu.

Ég starf­aði í tvö ár hjá Fram­leiðni og fór í kjöl­far­ið út í sjálf­stæð­an at­vinnu­rekst­ur við að fram­leiða og þróa flæðilín­ur. Ég opn­aði litla smiðju á Akra­nesi en stór hluti af því sem við fram­leidd­um var smíð­að­ur af skipa­smíða­stöð í bæn­um, Þor­geiri & Ellert.

Hún hafði um ára­bil ver­ið í fjár­hagskrögg­um og við keypt­um hlut í henni í því skyni að nýta að­stöð­una. Fyr­ir 21 ári var rekstri Þor­geirs & Ellerts skipt í tvennt: Ann­ars veg­ar hélt rekst­ur skipa­smíða­stöðv­ar áfram und­ir sömu merkj­um og hins veg­ar var Skag­inn stofn­að­ur með þró­un og fram­leiðslu tækja­bún­að­ar fyr­ir mat­væla­vinnslu að leið­ar­ljósi.

Í gegn­um tíð­ina höf­um við hjón­in keypt upp hluti í Þor­geiri & Ellert og Skag­an­um og eig­um orð­ið fé­lög­in að öllu leyti.“

Hvers vegna fórstu að kaupa upp hlut­ina?

„Ég hafði áhuga á að þróa fyr­ir­tæk­ið áfram,“seg­ir Ingólf­ur og svar­ar að­spurð­ur að það hafi ekki tengst ólíkri sýn hlut­hafa á rekst­ur­inn.

„Fyr­ir fimm ár­um keypt­um við ráð­andi hlut í 3X Technology á Ísa­firði, eða um 80 pró­sent, og í fram­haldi af því var ákveð­ið að búa til sam­eig­in­legt vörumerki fyr­ir fyr­ir­tæk­in þrjú, sem sam­an mynda Skag­ann 3X. Vör­urn­ar eru seld­ar und­ir þeim merkj­um en engu að

Við er­um að skoða mögu­leika á að opna starfs­stöð í Rússlandi. Þar er­um við ekki ein­ung­is að horfa til gjöf­ulla fiski­miða held­ur er þar einnig að finna öfl­ug­an land­bún­að sem við get­um þjón­u­stað.

síð­ur eru fé­lög­in rek­in áfram und­ir eig­in kenni­tölu og eig­in for­merkj­um.“

Þurfti liðs­auka

Hvers vegna keypt­irðu 3X Technology?

„Við höfð­um tek­ið að okk­ur að reisa upp­sjáv­ar­fisk­vinnslu frá a til ö í Fær­eyj­um en gát­um það ekki ein og óstudd. Við þurft­um meira afl. Lausn­in í okk­ar huga var að færa hluta af starf­sem­inni úr landi, á þeim tíma voru gjald­eyr­is­höft og við höfð­um feng­ið heim­ild til slíkr­ar upp­bygg­ing­ar, en svo bauðst okk­ur að kaupa ráð­andi hlut í 3X Technology.

Ég vildi ekki kaupa fé­lag­ið að fullu held­ur taldi æski­legt að burða­rás­inn í þró­un­art­eymi fyr­ir­tæk­is­ins væri enn í hlut­hafa­hópn­um.

Við kaup­in var ákveð­ið að 3X Technology og Skag­inn myndu sinna ákveðn­um vöru­flokk­um og því voru vör­ur færð­ar á milli til að styrkja vöru­línu hvors fyr­ir­tæk­is um sig eft­ir því sem þótti heppi­legt.

Samstarf fé­lag­anna hef­ur ver­ið heilla­drjúgt á sviði hönn­un­ar, þró­un­ar og mark­aðs­mála. Við fram­leið­um vör­urn­ar með sama hætti til að fá sam­legð þeg­ar kem­ur að því að þjón­usta tækja­bún­að­inn.

Þeg­ar við tök­um að okk­ur að reisa stór­ar fisk­vinnsl­ur er hluti þeirra hann­að­ur og þró­að­ur á Ísa­firði og hluti á Akra­nesi. Við vinn­um eins og um eitt fyr­ir­tæki sé að ræða.“

Vilja halda í sér­kenn­in

Hvers vegna steypt­irðu ekki fyr­ir­tækj­un­um sam­an í eitt?

„Hug­mynd­in er að halda sér­kenn­um fyr­ir­tækj­anna til að varð­veita get­una til að þróa aðr­ar vör­ur en eru í boði á mark­aðn­um og varð­veita hæfi­leik­ann til að þróa vör­ur hratt. Það er okk­ar sér­kenni.

Við er­um engu að síð­ur að vinna að því að þau verði að lok­um eins. Í þeirri vinnu er­um við að reyna að fanga það besta frá Akra­nesi og það besta frá Ísa­firði. Það hef­ur geng­ið vel en þeirri veg­ferð er ekki enn lok­ið.“

Hvernig hef­ur vöxt­ur­inn ver­ið? „Frá upp­hafi hef­ur innri vöxt­ur ver­ið að með­al­tali um tíu pró­sent. Það koma stund­um vaxt­arkipp­ir og þá þurf­um við tíma til að jafna okk­ur. Þannig var það til dæm­is eft­ir kaup­in á 3X Technology.“

Sam­stæð­an velti sex millj­örð­um ár­ið 2017 en velt­an var tæp­lega tíu millj­arð­ar í fyrra. Það er um­tals­verð­ur vöxt­ur.

„Það seg­ir ekki alla sög­una að horfa á veltu sam­stæð­unn­ar á milli ára. Það geta til dæm­is fall­ið tvö af­ar stór verk­efni á ann­að tíma­bil­ið sem þarf að vinna að miklu leyti ár­ið á eft­ir. Horfa þarf á vöxt­inn yf­ir lengra tíma­bil til að fá gleggri mynd af raun­veru­legri veg­ferð fyr­ir­tæk­is­ins.“

Hvað er áætl­að að velta Skag­ans 3X verði há í ár?

„Við stefn­um á að velta fyr­ir­tækj­anna þriggja fari yf­ir tíu millj­arða króna í ár.“

Hvernig hef­ur geng­ið að halda ut­an um vöxt fyr­ir­tæk­is­ins?

„Það hef­ur ver­ið í nógu að snú­ast. Við höf­um ver­ið í stöð­ugu breyt­inga­ferli til að ná sem best ut­an um

vöxt­inn. Mið­að við af­kom­una hef­ur okk­ur farn­ast vel.“

Hagn­að­ur sam­stæð­unn­ar var 502 millj­ón­ir króna ár­ið 2017 og arð­semi eig­in­fjár var 22 pró­sent. Eig­in­fjár­hlut­fall­ið var 44 pró­sent og eig­ið fé var 2,4 millj­arð­ar króna, sam­kvæmt árs­reikn­ingi I.Á. Hönn­un­ar, móð­ur­fé­lags sam­stæð­unn­ar.

Komst á skrið eft­ir hrun

Hver var vendipunkt­ur­inn, hvenær fór rekst­ur­inn að ganga vel?

„Það er sam­spil af mörgu en við kom­umst ekki á gott skrið fyrr en eft­ir hrun þeg­ar krón­an veikt­ist. Ég bind von­ir við að krón­an muni veikj­ast aft­ur sem mun sann­ar­lega bæta sam­keppn­is­stöðu út­flutn­ings­grein­ar­inn­ar.

Á þeim tíma lof­aði ég sjálf­um mér og fjöl­skyld­unni að hafa aldrei fleiri en 100 manns í vinnu. Mér leið ein­fald­lega illa að bera ábyrgð á af­komu fleiri en 100 starfs­manna en í dag eru þeir 300. Mér finnst ekk­ert þægi­legt að bera ábyrgð á af­komu 300 starfs­manna.“

Hvernig tókst þér að byggja upp þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki á Akra­nesi?

„Rekst­ur­inn hef­ur byggst upp í gegn­um ná­ið samstarf við sterka út­gerð. Í gegn­um ár­in var fisk­vinnsla HB Gr­anda á Akra­nesi okk­ar heima­völl­ur, það er því óneit­an­lega mik­il eft­ir­sjá að starf­semi HB Gr­anda á Akra­nesi. Sömu sögu er að segja af upp­bygg­ingu 3X Technology á Ísa­firði. Fyr­ir­tæk­ið byggð­ist upp vegna ná­lægð­ar við út­gerð­ir og fisk­vinnsl­ur. Við bú­um enn að því sam­starfi á Ísa­firði og not­um að­stöð­una þar til að skilja og læra bet­ur hvernig best er að með­höndla fisk.

Þró­un­ar- og hönn­un­art­eym­in, sem telja um 60 manns, eru á Akra­nesi og Ísa­firði en þeir sem starfa við mark­aðs- og sölu­mál eru með starfs­stöð í Reykja­vík og á Akra­nesi. Það er mik­ill sam­gang­ur á milli ann­ars veg­ar sölu­teym­is­ins og hins veg­ar þeirra sem starfa við þró­un, hönn­un og fram­leiðslu sem stuðl­ar að því að fólk skipt­ist á hug­mynd­um, sem leitt get­ur af sér nýj­ar vör­ur.

Akra­nes er vel stað­sett bæj­ar­fé­lag, steinsnar frá höf­uð­borg­inni. Það tek­ur ein­ung­is 20 mín­út­ur að keyra til Mos­fells­bæj­ar sem er það bæj­ar­fé­lag sem er í hvað mest­um vexti. Byggð­in þokast því nær okk­ur. Hér er eng­in um­ferð og for­eldr­ar losna við þetta sí­fellda skutl með börn sem ein­kenn­ir líf­ið í borg­inni.“

Er horft til þess að kaupa fyr­ir­tæki til að vaxa?

„Til lengri tíma lit­ið mun­um við skoða þann mögu­leika og þá að­al­lega til að ef la vöru­fram­boð og mark­aðs­að­gang.

Það hef­ur tek­ið okk­ur fjög­ur ár að ná því besta úr starf­sem­inni á Akra­nesi og Ísa­firði og við er­um enn að bæta okk­ur á því sviði. Raun­ar hef­ur arð­sem­in ekki enn skil­að sér í krón­um tal­ið en hvað varð­ar vöru­þró­un hafa kaup­in tek­ist af­skap­lega vel. Með sam­vinn­unni höf­um við hleypt af stokk­un­um vör­um sem byggja und­ir fram­tíð fyr­ir­tæk­is­ins.“

Munu taka inn nýja hlut­hafa

Skag­inn 3X fjár­festi fyr­ir tvo millj­arða í rekstr­in­um. Kom til greina að fá inn nýja hlut­hafa til að taka þátt í fjár­mögn­un­inni?

„Nei, ekki að svo stöddu. Það er hluti af lang­tíma­sýn okk­ar að taka inn nýja hlut­hafa. Þessi fjár­fest­ing var lið­ur í að und­ir­búa fé­lag­ið und­ir þann tíma­punkt en það er ekki enn kom­ið að hon­um.“

Ætl­ar þú að starfa hjá fyr­ir­tæk­inu um ald­ur og ævi?

„Ætli ég verði ekki hér þar til mér verð­ur hent út!“

Tek­urðu enn þá virk­an þátt í að þróa tækja­bún­að?

„Ég vil helst ekki gera neitt ann­að en að þróa vör­ur. Ég er ekki þessi venju­legi fram­kvæmda­stjóri og það hef­ur vissu­lega sína kosti og galla.“

Börn­in vinna hjá fyr­ir­tæk­inu

Það er áhuga­vert að börn­in þín þrjú skipa stjórn fyr­ir­tækja þinna. Þig hef­ur ekki lang­að að vera með reynda stjórn sem veit­ir þér stuðn­ing í þess­um mikla vexti?

„Nei, ég hafði ekki hugs­að mér það. Það ger­ist allt of oft í fjöl­skyldu­fyr­ir­tækj­um að það er eng­inn sem vill taka við þeim þeg­ar kem­ur að kyn­slóða­skipt­um.“

Þannig að þú ert að und­ir­búa þau und­ir að taka við rekstr­in­um?

„Það þýð­ir ekk­ert að byggja upp fyr­ir­tæki ef eng­inn tek­ur við.“

Gegna þau öðr­um störf­um hjá fyr­ir­tæk­inu?

„Ég á fjög­ur börn og þau starfa öll hjá fyr­ir­tæk­inu. Sú yngsta, sem er 19 ára, er líka í skóla. Ég tók hana snemma inn í rekst­ur­inn, hún hef­ur ver­ið á lag­ern­um og víð­ar. Börn­in hafa öll þurft að vinna sig upp og kynn­ast fyr­ir­tæk­inu frá fleiri hlið­um.

Elsti son­ur minn stýr­ir fram­leiðsl­unni á Akra­nesi, næ­stelsti er yf­ir véla­hönn­un og eldri dótt­ir mín að­stoð­ar mig í rekstr­in­um. Eig­in­kon­an sér svo um út­gjöld­in.“

Stór hluti til Rúss­lands

Hv­ar í heim­in­um sel­ur Skag­inn 3X vör­ur sín­ar?

„Okk­ar kjarna­mark­að­ur er Norð­ur-Evr­ópa og Norð­ur-Am­er­íka. Við selj­um mik­ið til Banda­ríkj­anna, Kan­ada, Ís­lands, Fær­eyja, Bret­lands og Nor­egs. Nú selj­um við mik­ið til Rúss­lands sem er ört vax­andi mark­að­ur en um 40 pró­sent af söl­unni eru tengd Rússlandi. En allt fer þetta eft­ir því hv­ar stóru samn­ing­arn­ir liggja. Í fyrra seld­um við mest til Fær­eyja.“

Fram hef­ur kom­ið í fjöl­miðl­um að Rúss­ar hafi lagt við­skipta­bann á ís­lensk mat­væli frá ár­inu 2015 því að Ís­land studdi refsi­að­gerð­ir gagn­vart land­inu. Það er vegna þess að Rúss­ar inn­lim­uðu Krímskaga sem til­heyrði Úkraínu í ríki sitt í um­deild­um kosn­ing­um. Rúss­ar hafa hins veg­ar keypt nokk­uð af ís­lenskri tækni fyr­ir sjáv­ar­út­veg.

Hvað er að breyt­ast í Rússlandi, hvers vegna er­uð þið að sækja á þar?

„Rúss­nesk stjórn­völd eru mark­visst að stuðla að nú­tíma­væð­ingu í fisk­iðn­aði og inn­leið­ingu á bestu mögu­legu tækni. 20 pró­sent­um af afla­heim­ild­um út­gerða er end­urút­hlut­að til þeirra sem fjár­festa í nýj­um skip­um eða fisk­vinnsl­um í landi.“

Kem­ur til greina að flytja hluta af starf­sem­inni úr landi þang­að sem laun­in eru lægri?

„Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að sá dag­ur mun renna upp að Skag­inn 3X þarf að opna starfs­stöð er­lend­is til þess að geta hald­ið áfram að vaxa. Það er eðli­legt skref í vexti og við­gangi fyr­ir­tæk­is. En það væri ekki til þess að greiða lægri laun held­ur til að geta fram­leitt ákveðn­ar vör­ur nær við­skipta­vin­um.

Það er ver­ið að inn­leiða nýja fram­leiðslu­hætti, eins og ég hef kom­ið inn á, í rekstr­in­um og þeg­ar við höf­um náð full­komn­um tök­um á tækn­inni mun­um við geta smíð­að hv­ar sem er í heim­in­um. Það eru ef­laust eitt eða tvö ár í að það skref verði stig­ið.

Við er­um að skoða mögu­leika á að opna starfs­stöð í Rússlandi. Þar er­um við ekki ein­ung­is að horfa til gjöf­ulla fiski­miða held­ur er þar einnig að finna öfl­ug­an land­bún­að sem við get­um þjón­u­stað. Um 10-15 pró­sent af tekj­um Skag­ans 3X má rekja til tækja til að með­höndla kjöt og kjúk­ling.“

Ég vil helst ekki gera neitt ann­að en að þróa vör­ur. Ég er ekki þessi venju­legi fram­kvæmda­stjóri og það hef­ur sína kosti og galla.

FRÉTTABLAЭIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Ingólf­ur Árna­son seg­ir að rekst­ur­inn hafi kom­ist á skrið þeg­ar krón­an veikt­ist eft­ir hrun. Þá hafi hann lof­að sér að starfs­menn yrðu ekki fleiri en 100 en þeir eru nú 300. Það sé ekki þægi­legt að bera

FRÉTTABLAЭIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Stór hluti söl­unn­ar, eða um 40 pró­sent, fer til Rúss­lands um þess­ar mund­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.