Andri greiddi búi Pri­mera Air nærri 200 millj­ón­ir

Andri Már Ing­ólfs­son greiddi þrota­búi Pri­mera Air tæp­ar 200 millj­ón­ir króna til að forð­ast mál­sókn­ir af hálfu bús­ins. Hann féll jafn­framt frá millj­arða kröf­um sín­um í bú­ið. For­svars­menn fé­lags­ins voru tald­ir hafa mögu­lega vald­ið því tjóni í tveim­ur til­vik

Fréttablaðið - - MARKAÐURIN­N - FRÉTTABLAЭIÐ/GVA hor­d­[email protected]­bla­did.is krist­inn­[email protected]­bla­did.is

Andri Már Ing­ólfs­son greiddi þrota­búi Pri­mera Air tæp­ar 200 millj­ón­ir til að forð­ast mál­sókn­ir af hálfu bús­ins. Hann féll jafn­framt frá millj­arða kröf­um sín­um.

Andri Már Ing­ólfs­son, fyrr­ver­andi að­aleig­andi Pri­mera Air sem var tek­ið til gjald­þrota­skipta síð­asta haust, reiddi fram tæp­lega 200 millj­ón­ir króna í reiðu­fé til þrota­bús flug­fé­lags­ins gegn því að fall­ið yrði frá mál­sókn­um á hend­ur hon­um, sam­kvæmt heim­ild­um Mark­að­ar­ins.

Til við­bót­ar sam­þykkti Andri Már að falla frá þeim kröf­um sem hann hafði lýst í þrota­bú­ið, eins og áð­ur hef­ur kom­ið fram, en kröf­ur hans og fé­laga á hans veg­um, þar á með­al fé­lags í eigu dönsku ferða­skrif­stof­unn­ar Bra­vo Tours, námu sam­an­lagt ríf­lega tveim­ur millj­örð­um króna.

Greint var frá því á vef Við­skipta­blaðs­ins í síð­asta mán­uði að sam­komu­lag hefði tek­ist á milli Andra Más og þrota­bús Pri­mera Air á Íslandi, sem hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur­inn Ei­rík­ur Elís Þor­láks­son stýr­ir, um að bú­ið félli frá þeim rift­un­ar­mál­um sem það hugð­ist höfða á hend­ur Andra Má en ekki hef­ur áð­ur ver­ið upp­lýst um ein­greiðsl­una sem Andri Már þurfti að inna af hendi til bús­ins.

Andri Már, sem var næst­stærsti kröfu­hafi þrota­bús­ins á eft­ir Ari­on banka, sagði í sam­tali við Við­skipta­blað­ið í kjöl­far sam­komu­lags­ins að frá sín­um bæj­ar­dyr­um séð væri mál­inu lok­ið. Hann hefði tap­að gríð­ar­leg­um fjár­hæð­um á gjald­þroti Pri­mera Air.

„Það er auð­vit­að mik­il eft­ir­sjá að svona skyldi fara fyr­ir fé­lagi sem hafði ver­ið í góð­um rekstri í fjór­tán ár,“sagði hann.

Rekst­ur Pri­mera Air og er­lendra dótt­ur­fé­laga stöðv­að­ist sem kunn­ugt er í októ­ber í fyrra þeg­ar fé­lög­in voru tek­in til gjald­þrota­skipta. Lýst­ar kröf­ur í bú­ið nema rúm­lega 10 millj­örð­um króna og af þeim nema kröf­ur frá Ari­on banka sam­tals um 4,8 millj­örð­um króna.

Bank­inn þurfti að færa nið­ur tæp­lega þrjá millj­arða króna í ábyrgð­um og lán­veit­ing­um vegna gjald­þrots­ins.

Fram kom í skýrslu skipta­stjóra sem var lögð fram á skipta­fundi þrota­bús f lug­fé­lags­ins í fe­brú­ar síð­ast­liðn­um og Mark­að­ur­inn hef­ur und­ir hönd­um að rann­sókn­ir

skipta­stjór­ans hefðu „leitt í ljós að mögu­legt sé að fyr­ir­svars­menn fé­lags­ins hafi bak­að því tjón“í að minnsta kosti tveim­ur til­vik­um.

Auk þess var tek­ið fram að skipta­stjór­inn hefði það til skoð­un­ar „hvernig stað­ið var að reikn­ings­skil­um þrota­manns­ins að öðru leyti“.

Í skýrsl­unni sagði jafn­framt að at­hug­un skipta­stjóra á reikn­ings­skil­um flug­fé­lags­ins kynni að leiða til þess að þrota­bú­ið gæti sótt frek­ari fjár­kröf­ur á hend­ur þeim sem báru ábyrgð á reikn­ings­skil­un­um. End­ur­skoð­end­ur Pri­mera Air voru frá ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­inu Deloitte.

Draga árs­reikn­inga í efa

Í um­fjöll­un Mark­að­ar­ins í nóv­em­ber kom fram að end­ur­skoð­end­ur sem höfðu rýnt í árs­reikn­inga fé­laga inn­an Pri­mera-sam­stæð­unn­ar fyr­ir 2017 teldu vafa leika á því að þeir væru í sam­ræmi við lög, regl­ur og góða end­ur­skoð­un­ar­venju. Töldu þeir til að mynda vand­séð að víkj­andi lán sem Pri­mera Air var veitt frá tengd­um að­ila geti tal­ist til eig­in fjár fé­lags­ins en án láns­ins hefði eig­ið fé þess ver­ið nei­kvætt um 16,3 millj­ón­ir evra, jafn­virði 2,2 millj­arða króna, í árs­lok 2017.

Þá sögðu þeir óvíst hvort fé­lag­inu hefði ver­ið heim­ilt að inn­leysa 13,3 millj­óna evra sölu­hagn­að á ár­inu 2017 vegna end­ur­sölu á Boeingflug­vél­um sem voru enn í smíð­um og yrðu af­hent­ar í apríl ár­ið 2019.

Andri Már hafn­aði því að rang­lega hefði ver­ið stað­ið að gerð árs­reikn­inga fé­laga inn­an Pri­mera­sam­stæð­unn­ar.

Eins og Mark­að­ur­inn hef­ur greint frá lýsti skipta­stjóri þrota­bús­ins yf­ir rift­un á tveim­ur ráð­stöf­un­um Pri­mera Air upp á sam­tals um 520 millj­ón­ir króna í lok nóv­em­ber í fyrra. Þeim rift­un­um var mót­mælt en fram kom í skýrslu skipta­stjór­ans frá því í fe­brú­ar að hann hefði í hyggju að höfða rift­un­ar­mál, með­al ann­ars á hend­ur Andra Má, og láta reyna á end­ur­heimt þeirra verð­mæta fyr­ir dóm­stól­um. Nú er hins veg­ar ljóst að ekk­ert verð­ur af mál­sókn­um gegn fyrr­ver­andi að­aleig­anda ferða­þjón­ustu­sam­stæð­unn­ar.

Andri Már Ing­ólfs­son, fyrr­ver­andi að­aleig­andi Pri­mera-sam­stæð­unn­ar, en hann lýsti um tveggja millj­arða kröf­um í þrota­bú flug­fé­lags­ins.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.