Selja Ca­fé Par­is og með minni­hluta í Snaps

Eign­ar­hlut­ur stofn­enda Snaps, þeirra Sig­ur­gísla og Stef­áns Mel­sted, hef­ur minnk­að og fara þeir nú með minni­hluta í staðn­um á móti fjár­fest­in­um Birgi Þór Bielt­vedt. Keypti jafn­framt all­an hlut þeirra í Ca­fé Par­is. Hætta öll­um af­skipt­um dag­leg­um rekstri Sna

Fréttablaðið - - MARKAÐURIN­N - FRÉTTABLAЭIÐ/SIGTRYGGUR ARI hor­d­[email protected]­bla­did.is

Eign­ar­hlut­ur stofn­enda Snaps hef­ur minnk­að og fara þeir nú með minni­hluta á móti Birgi Bielt­vedt. Keypti hlut þeirra í Ca­fé Par­is. Hætta af­skipt­um af dag­leg­um rekstri Snaps.

Veit­inga­menn­irn­ir Sig­ur­gísli Bjarna­son og Stefán Mel­sted, sem eru stofn­end­ur veit­inga­stað­ar­ins Snaps, hafa geng­ið frá sölu á hlut sín­um í Ca­fé Par­is til Birg­is Þórs Bielt­vedt fjár­fest­is. Eft­ir við­skipt­in á Eyja fjár­fest­inga­fé­lag, sem er í eigu þeirra Birg­is og eig­in­konu hans Eygló­ar Kjart­ans­dótt­ur, nú allt hluta­fé í veit­inga­staðn­um.

Þá hef­ur Birg­ir á sama tíma einnig auk­ið við eign­ar­hlut sinn í Snaps og hef­ur Eyja fjár­fest­inga­fé­lag núna eign­ast meiri­hluta á móti fé­lög­um í eigu þeirra Sig­ur­gísla og Stef­áns. Þetta stað­fest­ir Stefán í sam­tali við Mark­að­inn en hann vildi ekki upp­lýsa um hversu stór sam­an­lagð­ur eign­ar­hlut­ur hans og Sig­ur­gísla væri í Snaps í dag eft­ir við­skipt­in.

Með þeim breyt­ing­um sem hafa orð­ið á eign­ar­haldi Snaps, en þau hjón­in Birg­ir og Eygló fjár­festu fyrst í Snaps á ár­inu 2016, hafa þeir Sig­ur­gísli og Stefán sam­hliða hætt öll­um af­skipt­um af dag­leg­um rekstri stað­ar­ins en munu hins veg­ar sitja áfram í stjórn fyr­ir­tæk­is­ins.

Stefán hef­ur und­an­far­in ár ver­ið fram­kvæmda­stjóri Snaps, sem er einn vin­sæl­asti veit­inga­stað­ur lands­ins, en Sig­ur­gísli var fram­kvæmda­stjóri eign­ar­halds­fé­lags­ins Ju­bile­um sem hef­ur fram að þessu átt Snaps og Ca­fé Par­is.

Birg­ir og Eygló hafa á und­an

förn­um ár­um með­al ann­ars fjár­fest í Dom­ino’s á Íslandi, sem var síð­ar selt til Dom­ino’s í Bretlandi með millj­arða króna hagn­aði, opn­að Joe & The Juice hér­lend­is, Brauð & Co og fjár­fest að auki í veit­inga­staðn­um Gló.

Samstarf þeirra Sig­ur­gísla og Stef­áns við Birgi hófst fyr­ir þrem­ur ár­um, en þá hafði Birg­ir ný­lega geng­ið frá kaup­um á Jóm­frúnni, þeg­ar Birg­ir kom inn í hlut­hafa­hóp Snaps og skömmu síð­ar keyptu þeir sam­an Ca­fé Par­is. Eign­ar­hlut­irn­ir voru þá sam­ein­að­ir und­ir eign­ar­halds­fé­lag­inu Ju­bile­um en það átti einnig um tíma hlut í Jamie’s Itali­an sem varð gjald­þrota síð­ast­lið­ið haust. Áð­ur en að því kom hafði rekstr­in­um ver­ið skipt upp og Sig­ur­gísli og Stefán dreg­ið sig bæði út úr starf­semi Jamie’s og Jóm­frú­ar­inn­ar.

Í árs­lok 2018 áttu tvö fé­lög í eigu Sig­ur­gísla og Stef­áns – Sæmund­ur ehf. og B48 ehf. – hvort um sig 20 pró­senta hlut í Ju­bile­um en Birg­ir fór með 60 pró­senta hlut í gegn­um Eyju fjár­fest­inga­fé­lag. Fé­lag­ið Ju­bile­um fer hins veg­ar ekki leng­ur með eign­ar­hald­ið á Snaps og Ca­fé Par­is.

Snaps velti 591 millj­ón króna á ár­inu 2017 og var rek­inn með átta millj­óna króna hagn­aði. Ár­ið áð­ur nam hagn­að­ur­inn 37 millj­ón­um króna. Ca­fé Par­is velti á sama tíma 351 millj­ón en tap­aði 169 millj­ón­um króna. Tap­ið skýrð­ist fyrst og fremst af því að fjár­fest var ríku­lega í staðn­um Par­is og ráð­ist í um­bæt­ur sem kost­uðu um 150 millj­ón­ir.

Í við­tali við Mark­að­inn í des­em­ber sagði Sig­ur­gísli að af­kom­an á Snaps yrði betri á ár­inu 2018 en ár­ið áð­ur en hins veg­ar hefði rekst­ur Ca­fé Par­is ver­ið þung­ur. Þar spil­aði ekki síst inn í slæmt veð­ur sumar­ið 2018. Í lok árs 2018 voru sam­tals um 130 manns á launa­skrá hjá Ca­fé Par­is og Snaps og þar af upp und­ir 60 manns í fullu starfi.

Stefán og Sig­ur­gísli stofn­uðu Snaps ár­ið 2012.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.