Ís­lend­ing­ar fengu fimm pró­sent af út­boði Mar­el

Fréttablaðið - - MARKAÐURIN­N - – kij

Ís­lensk­ir fjár­fest­ar fengu að­eins út­hlut­að í kring­um fimm pró­sent af þeim 47 millj­arða króna hlut sem seld­ur var í ný­af­stöðnu hluta­fjárút­boði Mar­el, sam­kvæmt heim­ild­um Mark­að­ar­ins.

Í út­boð­inu, sem efnt var til sam­hliða skrán­ingu Mar­el í Euronext­kaup­höll­ina í Am­ster­dam, voru 90,9 millj­ón­ir nýrra hluta í fé­lag­inu seld­ar á geng­inu 3,7 evr­ur á hlut, jafn­virði um sam­an­lagt 47 millj­arða króna, en komi til nýt­ing­ar val­rétt­ar á 9,1 millj­ón hluta til við­bót­ar mun heild­ar­fjár­hæð út­boðs­ins hækka í tæp­lega 52 millj­arða króna.

Marg­föld um­fram­eft­ir­spurn var í út­boð­inu, bæði frá fag­fjár­fest­um og al­menn­um fjár­fest­um, og lét Árni Odd­ur Þórð­ar­son, for­stjóri Mar­el, hafa eft­ir sér í til­kynn­ingu að út­boð­ið hefði dreifst vel til fjár­festa í Bretlandi, Banda­ríkj­un­um, Íslandi, Hollandi og fleiri lönd­um.

Hluta­bréfa­verð í Mar­el hef­ur hækk­að um sjö pró­sent í Euronext­kaup­höll­inni, mið­að við út­boðs­geng­ið, frá því að viðskipti hóf­ust með bréf­in á föstu­dag. Stóð geng­ið í 3,96 evr­um á hlut þeg­ar mörk­uð­um var lok­að í gær. Mark­aðsvirði Mar­el er í dag um 424 millj­arð­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.