Emer­son Col­lecti­ve eign­ast hlut í Kerec­is

Fréttablaðið - - MARKAÐURIN­N - – kij

Sam­tök­in Emer­son Col­lecti­ve, sem voru stofn­uð af Laurene Powell Jobs, ekkju Steve Jobs, stofn­anda Apple, breyttu í síð­asta mán­uði kröf­um sín­um á hend­ur ís­lenska ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Kerec­is í hluta­fé fyr­ir 390 millj­ón­ir, sam­kvæmt gögn­um sem borist hafa fyr­ir­tækja­skrá rík­is­skatt­stjóra.

Fjöldi fjár­festa, einkum hlut­haf­ar í Kerec­is, breytti kröf­um á hend­ur fé­lag­inu í hluta­fé á gengi í kring­um 1.570 krón­ur á hlut og var sam­an­lagt kaup­verð um 732 millj­ón­ir króna.

Emer­son Col­lecti­ve, sem eru nefnd í höf­uð­ið á heim­spek­ingn­um Ralph Waldo Emer­son, fjár­festa að­al­lega í ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækj­um en sam­tök­in fara einnig með­al ann­ars með hlut í tíma­rit­inu The

Atlantic, frétt­a­síð­unni Ax­i­os Media og kennslu­fyr­ir­tæk­inu Amplify. Á með­al annarra fjár­festa sem breyttu kröf­um sín­um á hend­ur Kerec­is í hluta­fé voru Omega, í eigu Novator, fjár­fest­inga­fé­lags Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar, fyr­ir 124 millj­ón­ir, lyfja­fyr­ir­tæk­ið Al­vo­gen fyr­ir 45 millj­ón­ir króna og sjóð­ir á veg­um GAMMA Capital Mana­gement fyr­ir 109 millj­ón­ir en fé­lög­in hafa ver­ið í hlut­hafa­hópi ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins um nokk­urt skeið. Hluta­fé Kerec­is hef­ur ver­ið auk­ið um 30 pró­sent á síð­ustu tveim­ur mán­uð­um og stend­ur nú í 6,2 millj­ón­um hluta. Mið­að við al­menna geng­ið í hluta­fjár­hækk­un­inni, um 2.000 krón­ur á hlut, gæti virði fé­lags­ins ver­ið allt að 12,4 millj­arð­ar króna.

Laurene Powell Jobs, stofn­andi Emer­son Col­lecti­ve.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.