Bæt­ir ekki við sig í HS Veit­um

Fréttablaðið - - MARKAÐURIN­N - – kij

Bæj­ar­ráð Reykja­nes­bæj­ar ákvað á fundi sín­um í lok síð­asta mán­að­ar að gera ekki til­boð í hlut í HSV eign­ar­halds­fé­lagi, næst­stærsta hlut­hafa HS Veitna með ríf­lega þriðj­ungs­hlut, en tæp­lega 42 pró­senta hlut­ur í eign­ar­halds­fé­lag­inu var sett­ur í op­ið sölu­ferli í byrj­un maí­mán­að­ar.

„Við fór­um bara yf­ir það hvort þetta væri tæki­færi sem við vild­um skoða en það var ákveð­ið að lok­um að gera það ekki,“seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar, sem er stærsti hlut­hafi HS Veitna með lið­lega helm­ings­hlut, í sam­tali við Mark­að­inn.

Í fund­ar­gerð sem birt hef­ur ver­ið á vef sveit­ar­fé­lags­ins kem­ur fram að Þór­berg­ur Guð­jóns­son og Lilja Gylfa­dótt­ir, starfs­menn fyr­ir­tækja­ráð­gjaf­ar Ari­on banka, hafi mætt á um­rædd­an fund bæj­ar­ráðs og gert þar grein fyr­ir mál­inu.

Eins og greint var frá í Mark­að­in­um í liðn­um mán­uði eru Ak­ur fjár­fest­ing­ar og Trygg­inga­mið­stöð­in á með­al þeirra hlut­hafa í HSV eign­ar­halds­fé­lagi sem hyggj­ast selja sinn hlut í fé­lag­inu en auk þess munu líf­eyr­is­sjóð­ir selja hluta af sín­um bréf­um.

Sölu­ferl­ið hófst form­lega í byrj­un síð­asta mán­að­ar und­ir um­sjón fyr­ir­tækja­ráð­gjaf­ar Kviku banka.

Í stuttri fjár­festa­kynn­ingu vegna sölu­ferl­is­ins, sem ber heit­ið Pro

ject Heat og Mark­að­ur­inn hef­ur und­ir hönd­um, kem­ur með­al ann­ars fram að áætl­að­ur hagn­að­ur HS Veitna fyr­ir fjár­magnsliði, af­skrift­ir og skatta fyr­ir þetta ár sé um 2,9 millj­arð­ar króna og að tekj­ur muni aukast um lið­lega 500 millj­ón­ir og verða sam­tals rúm­lega 7,4 millj­arð­ar króna.

Reykja­nes­bær er stærsti hlut­hafi HS Veitna með 50,1 pró­sents hlut en aðr­ir hlut­haf­ar eru HSV eign­ar­halds­fé­lag með 34,4 pró­senta hlut, Hafn­ar­fjarð­ar­bær með 15,4 pró­senta hlut og Sand­gerð­is­bær sem fer með 0,1 pró­sents hlut.

Um 15 pró­senta hlut­ur í HS Veit­um var sett­ur í sölu­ferli í síð­asta mán­uði.

Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.