Fagna stjórn­enda­breyt­ing­um hjá Sýn

Fréttablaðið - - MARKAÐURIN­N -

Hluta­bréfagrein­end­ur Lands­bank­ans líta mikl­ar breyt­ing­ar á stjórn­endat­eymi Sýn­ar já­kvæð­um aug­um. Þær séu nauð­syn­leg­ar í ljósi erf­ið­leika í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins. Á ár­inu hafa for­stjóri, fjár­mála­stjóri og sjö aðr­ir stjórn­end­ur lát­ið af störf­um. Þetta kem­ur fram í nýju verð­mati, sem Mark­að­ur­inn hef­ur und­ir hönd­um.

Sér­fræð­ing­ar bank­ans horfa með­al ann­ars til þess að ný­ir stjórn­end­ur þekki vel til fé­lags­ins og þeirra mark­aða sem það starfi á. „Það á hins veg­ar eft­ir að koma í ljós hverj­ar verða áhersl­ur nýrra stjórn­enda og hvernig þeir fara að því að snúa vörn í sókn,“seg­ir í grein­ing­unni. Mik­ið verk sé fyr­ir hönd­um við að end­ur­heimta við­skipta­vini og halda tekj­um og fram­legð.

Bent er á að verk­efni tengd sam­ein­ingu Voda­fo­ne við fjöl­miðla 365 sé flest­um lok­ið eða þau séu langt á veg kom­in og fær­eyska fjar­skipta­fé­lag­ið Hey hafi ver­ið selt, sem sé af hinu góða því stjórn­end­ur þurfi að ein­beita sér að rekstr­in­um á Íslandi. Þetta ætti að auð­velda stjórn­end­un­um að beina sjón­um að sam­keppn­inni á mark­aðn­um.

Í verð­mati Lands­bank­ans er tal­ið

Á ár­inu hafa for­stjóri, fjár­mála­stjóri og sjö aðr­ir stjórn­end­ur Sýn­ar lát­ið af störf­um.

að EBITDA Sýn­ar, það er hagn­að­ur fyr­ir fjár­magnsliði og af­skrift­ir, verði við miðju spá­bils stjórn­enda fyr­ir­tæk­is­ins, eða 6.138 millj­ón­ir króna. „Eft­ir ít­rek­aða of­spá fyrr­ver­andi stjórn­enda á horf­um fé­lags­ins telj­um við að nú­ver­andi spá fé­lags­ins fyr­ir 2019 hljóti að vera hóf­söm,“segja grein­end­urn­ir.

Lands­bank­inn lækk­aði verð­mat sitt í 42,5 krón­ur á hlut á föstu­dag en mark­aðs­geng­ið var 35,7 í gær­morg­un. Bank­inn birti síð­asta verð­mat í lok mars á síð­asta ári sem hljóð­aði upp á 77,8 krón­ur á hlut. Í verð­mat­inu er ekki gert ráð fyr­ir við­snún­ingi í rekstri strax held­ur er beð­ið eft­ir sýni­leg­um ár­angri í rekstri þar til reikn­að er með veru­leg­um rekstr­ar­bata.

Heið­ar Guð­jóns­son tók við sem for­stjóri Sýn­ar í apríl síð­ast­liðn­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.