Fé­lag Guð­bjarg­ar hagn­ast um lið­lega millj­arð króna

Fréttablaðið - - MARKAÐURIN­N - – kij

ÍV fjár­fest­inga­fé­lag, sem er í eigu Guð­bjarg­ar Matth­ías­dótt­ur og fjöl­skyldu, að­aleig­enda Ís­fé­lags­ins í Vest­manna­eyj­um, hagn­að­ist um ríf­lega einn millj­arð króna á síð­asta ári, sam­kvæmt ný­leg­um árs­reikn­ingi fé­lags­ins, og jókst hagn­að­ur­inn um 410 millj­ón­ir króna frá fyrra ári.

Hagn­að­ur síð­asta árs skýrist að mestu af áhrif­um dótt­ur­fé­laga fjár­fest­inga­fé­lags­ins sem voru já­kvæð um sam­an­lagt 986 millj­ón­ir króna.

Fjár­fest­inga­fé­lag Guð­bjarg­ar, sem fer með­al ann­ars með 89 pró­senta hlut í Ís­fé­lagi Vest­manna­eyja, átti eign­ir upp á 15,6 millj­arða króna í lok síð­asta árs en þar af er hlut­ur­inn í út­gerð­inni bók­færð­ur á um 13,8 millj­arða króna.

Í árs­reikn­ingn­um kem­ur auk þess fram að fé­lag­ið hafi greitt móð­ur­fé­lag­inu, Fram, 428 millj­ón­ir króna í arð á síð­asta ári bor­ið sam­an við 3,3 millj­arða króna ár­ið 2017.

Auk hlut­ar­ins í Ís­fé­lagi Vest­manna­eyja á fjár­fest­inga­fé­lag­ið einnig hluta­bréf í með­al ann­ars Sím­an­um og Trygg­inga­mið­stöð­inni en fé­lag­ið komst fyrr á ár­inu í hóp stærstu hlut­hafa síð­ast­nefnda fé­lags­ins með 1,33 pró­senta hlut. Fyr­ir átti ann­að fé­lag í eigu fjöl­skyld­unn­ar, Krist­inn, um 1,14 pró­sent í trygg­inga­fé­lag­inu en til við­bót­ar eiga fé­lög Guð­bjarg­ar hlut í fé­lag­inu í gegn­um fram­virka samn­inga hjá Ís­lands­banka, eins og Mark­að­ur­inn hef­ur áð­ur greint frá.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.