Vand­að­ir skór fyr­ir ís­lensk­ar að­stæð­ur

Fréttablaðið - - FÓLK - FRÉTTABLAЭIÐ/STEFÁN

Hjá GG Sport fást AKU göngu­skórn­ir, ein­ir vin­sæl­ustu göngu­skór lands­ins. Versl­un­in legg­ur áherslu á að bjóða góða val­kosti sem henta á Íslandi og leyfa við­skipta­vin­um að njóta góðs af þekk­ingu starfs­manna.

Leif­ur Dam Leifs­son stofn­aði sér­versl­un­ina GG Sport til að bjóða Ís­lend­ing­um upp á virki­lega svala úti­vist­ar­versl­un með spenn­andi og vand­að­ar vör­ur. Þar fást út­vist­ar­vör­ur fyr­ir all­ar mögu­leg­ar þarf­ir, með­al ann­ars ein­ir vin­sæl­ustu göngu­skór lands­ins.

„Nú er kom­inn sá tími árs þar sem fólk fer að ferð­ast um land­ið og þá skipt­ir að sjálf­sögðu máli að vera vel skó­að­ur. Við bjóð­um upp á hefð­bundna göngu­skó sem duga um ára­bil. Lang­vin­sæl­asti skór­inn hjá okk­ur er AKU Super­alp og ég held að hann sé vin­sæl­asti göngu­skór­inn á Íslandi,“seg­ir Leif­ur. „Þess­ir skór lögðu líka grunn­inn að því að gera AKU að einu vin­sæl­asta skó­merk­inu á Íslandi, en lægri og létt­ari út­gáf­ur af AKU skóm hafa not­ið sömu vin­sælda.

Í gegn­um tíð­ina höf­um við haft það að leið­ar­ljósi að bjóða ein­fald­lega upp á AKU göngu­skóna sem val­kost. Við höf­um alltaf hvatt fólk til að fara á alla staði til að prófa sig áfram og finna réttu skóna, því það sem hef­ur skipt okk­ur mestu máli er að fólk finni rétta par­ið af skóm, ekki að það finni endi­lega skó hjá okk­ur,“seg­ir Leif­ur. „En það vill svo skemmti­lega til að yf­ir­leitt kem­ur fólk aft­ur, þannig að við bjóð­um greini­lega skó sem eru rétt­ir fyr­ir marga.“

Úr­val en eng­inn óþarfi

„Við bjóð­um upp á úr­val af skóm fyr­ir fólk á öll­um aldri,“seg­ir Leif­ur. „En á sama tíma vilj­um við ekki bjóða upp á of marg­ar gerð­ir, því það þarf ekk­ert marg­ar ólík­ar gerð­ir til að mæta að­stæð­um á Íslandi. Við vilj­um ekki flækja hlut­ina að óþörfu og bjóð­um því bara réttu gerð­irn­ar.

Það er í góðu lagi þó að fólk viti ekki hvað það vill þeg­ar það kem­ur til okk­ar, því við get­um hjálp­að fólki mik­ið við að velja rétt par af skóm,“seg­ir Leif­ur. „Við er­um fljót að átta okk­ur á þörf­um fólks og vísa því í rétta átt, því starfs­fólk GG Sports hef­ur mikla þekk­ingu á vör­un­um sem við selj­um. Fyr­ir vik­ið get­ur fólk kom­ið til okk­ar og treyst því að fá skó sem munu þjóna því vel í ís­lensk­um að­stæð­um til lengri tíma, án þess að það sé flók­ið.

Þekk­ing starfs­manna skipt­ir miklu máli af því að skó­tækn­inni fleyg­ir fram. Í dag eru leð­ur­skór ekki bara leð­ur­skór, held­ur hafa þeir fullt af auka­hlut­um og búa oft yf­ir mörg­um flókn­um eig­in­leik­um sem sam­an gera skó­inn frá­bær­an,“seg­ir Leif­ur. „Það skipt­ir til dæm­is mjög miklu máli hvað ger­ist í mið­sól­an­um, sem er á milli inn­leggs­ins og sól­ans sjálfs, þeg­ar mað­ur geng­ur. Þetta er al­gjört lyk­il­at­riði, því þang­að fer allt álag­ið. Fá­ir gera sér grein fyr­ir þessu og skó­sölu­menn skort­ir oft þekk­ingu á því af hverju skórn­ir sam­an­standa og hver hugs­un­in er á bak við þá. Við pöss­um hins veg­ar vel að halda öllu svona til haga.“

Það er í góðu lagi þó að fólk viti ekki hvað það vill þeg­ar það kem­ur til okk­ar, því við get­um hjálp­að fólki mik­ið við að velja rétt par af skóm.

GG Sport býð­ur upp á ýms­ar gerð­ir af göngu­skóm sem end­ast ár­um sam­an. AKU Super­alp eru þeir allra vin­sæl­ustu.

Góð­ir skór geta skipt sköp­um í úti­vist. Starfs­fólk GG Sports hjálp­ar hverj­um og ein­um að finna réttu gerð­ina fyr­ir sig.

Það þarf ekki marg­ar ólík­ar gerð­ir af skóm til að mæta að­stæð­um á Íslandi og þó að GG Sport bjóði gott úr­val eru hlut­irn­ir ekki flækt­ir að óþörfu.

Vand­að­ir göngu­skór búa oft yf­ir mörg­um flókn­um eig­in­leik­um, svo að það skipt­ir máli að sölu­menn GG Sports skilja hugs­un­ina á bak við þá.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.