Bylt­ing­ar­kennd­ar nýj­ung­ar

Bók­halds­stof­an 3 Skref legg­ur áherslu á að auð­velda vinnu við bók­hald­ið, auka gagn­sæi og ein­falda sam­skipti við við­skipta­vin­inn. Ný­lega skrif­aði fyr­ir­tæk­ið und­ir tíma­móta­samn­ing.

Fréttablaðið - - KYNNINGARB­LAÐ -

Bók­halds­stof­an 3 Skref er í eigu systr­anna Ingi­bjarg­ar Þor­steins­dótt­ur við­skipta­fræð­ings og Kötlu Þor­steins­dótt­ur lög­fræð­ings. Báð­ar búa þær yf­ir ára­tugareynsl­u af rekstri og stjórn­un fyr­ir­tækja, bæði á al­menna vinnu­mark­að­in­um og hjá hinu op­in­bera.

3 Skref sinn­ir bók­halds­þjón­ustu fyr­ir all­ar stærð­ir og gerð­ir fyr­ir­tækja. Með­al verk­efna er bók­un reikn­inga, launa­vinnsla, af­stemm­ing­ar, rekstr­ar­skýrslu- og árs­reikn­inga­gerð og skil á virð­is­auka­skatti. Stof­an sér einnig um skatt­fram­töl fyr­ir ein­stak­linga og lög­að­ila og sér um stofn­samn­inga og skjala­gerð þeg­ar kem­ur að stofn­un fyr­ir­tækja og annarra fé­laga. Auk þess ger­ir stof­an eigna­skipta­yf­ir­lýs­ing­ar og skrán­ing­ar­t­öfl­ur fyr­ir fjöl­býl­is­hús.

Auk systr­anna Ingi­bjarg­ar og Kötlu starfa fjór­ir bók­ar­ar hjá fyr­ir­tæk­inu, þær Ag­nes, Gulla, Diljá og Kolfinna. All­ar leggja þær sig fram um að veita fyr­ir­taks þjón­ustu.

Papp­írs­laust bók­hald

Ingi­björg og Katla segj­ast stöð­ugt vera að leita leiða til að finna hag­ræð­ingu fyr­ir við­skipta­vini sína og auka gagn­sæi í bók­hald­inu. Í lið­inni viku skrif­uðu þær und­ir samn­ing við Sv­ar ehf. um að taka upp Uniconta bók­halds­kerf­ið.

„Þetta er bylt­ing­ar­kennt for­rit sem er sv­ar við þeirri kröfu að gera bók­hald­ið al­gjör­lega papp­írs­laust í fram­tíð­inni,“seg­ir Ingi­björg.

Uniconta er for­rit sem virk­ar þannig að all­ir reikn­ing­ar koma fram með ra­f­ræn­um hætti. Ým­ist með PDF- eða XML-skjöl­um eða ein­fald­lega ljós­mynd.

„Við­skipta­vin­ur­inn get­ur sett upp app í sím­an­um sín­um og ein­fald­lega tek­ið mynd af striml­in­um og sent hann til okk­ar gegn­um app­ið,“seg­ir Katla.

„Þetta er mjög þægi­legt fyr­ir við­skipta­vin­inn. Segj­um sem svo að hann fari í bygg­inga­vöru­versl­un og kaupi eitt­hvað fyr­ir fyr­ir­tæk­ið sitt. Áð­ur þurfti hann að koma reikn­ingn­um til okk­ar. Núna er hægt að taka ljós­mynd af striml­in­um í búð­inni, senda hana gegn­um app­ið og reikn­ing­ur­inn er kom­inn inn í kerf­ið.“

Þær syst­ur segja að Uniconta bók­halds­kerf­ið sé mik­il hag­ræð­ing fyr­ir kúnn­ann auk þess sem það er um­hverf­i­s­vænt sem hef­ur ver­ið leið­ar­ljós hjá fyr­ir­tæk­inu.

„Þetta kerfi er mjög að­gengi­legt fyr­ir við­skipta­vin­inn. Hvort sem hann not­ar það í app­inu eða í tölvu. Hann fær betri yf­ir­sýn yf­ir eig­in rekst­ur og get­ur fylgst mjög vel með stöðu bók­halds­ins í raun­tíma,“seg­ir Ingi­björg.

„Inn­leið­ing Uniconta bók­halds­kerf­is­ins mun spara gríð­ar­leg­an tíma við bók­halds­vinn­una. Þetta er bara fram­tíð­in í dag, það er allt í skýj­um og öpp­um, það er fram­tíð­in að losna við all­an þenn­an svaka­lega papp­ír.“

Katla seg­ir að inn­leið­ing­ar­ferl­ið muni taka ein­hvern tíma. Hing­að til hafa þær unn­ið í DK og Na­visi­on en smám sam­an munu þær færa við­skipta­vin­ina úr þeim kerf­um yf­ir í Uniconta. „Fyr­ir stærri fyr­ir­tæki með flókn­ara bók­hald mun ferl­ið taka lengri tíma. En það er klár­lega fram­tíð­in samt sem áð­ur.“

Hag­ræð­ing að út­vista bók­hald­inu

Einn mark­hóp­ur fyr­ir­tæk­is­ins eru lít­il fyr­ir­tæki af þeirri stærð­ar­gráðu að starf bók­hald­ara er kannski ekki nema 70-80%. „Í þeim til­vik­um er það klár­lega hag­ræð­ing fyr­ir fyr­ir­tæk­in að út­vista bók­hald­inu til fyr­ir­tæk­is eins og okk­ar sem er með þetta ra­f­rænt,

Áð­ur þurfti að koma reikn­ingn­um til okk­ar. Núna er hægt að taka ljós­mynd af striml­in­um í búð­inni, senda hana gegn­um app­ið og reikn­ing­ur­inn er kom­inn inn í kerf­ið.

það er svo mik­ill tímasparn­að­ur,“seg­ir Ingi­björg.

Ásamt því að sinna bók­halds­þjón­ustu ger­ir fyr­ir­tæk­ið 3 Skref skrán­ing­ar­t­öfl­ur og eigna­skipta­yf­ir­lýs­ing­ar. Skrán­ing­ar­tafla inni­held­ur upp­lýs­ing­ar um stærð­ir allra rýma bygg­ing­ar, eigna­teng­ing­ar og aðr­ar grund­vall­ar­upp­lýs­ing­ar. Skrán­ing­ar­t­öflu þarf að gera fyr­ir ný­bygg­ing­ar, end­ur­bygg­ing­ar og breyt­ing­ar á bygg­ing­um.

Í eigna­skipta­yf­ir­lýs­ingu kem­ur fram hvernig eign, mann­virki eða lóð, er skipt á milli eig­enda ásamt því hvort um sé að ræða sér­eign, sam­eign sumra eða sam­eign allra. Eigna­skipta­yf­ir­lýs­ing á að vera til fyr­ir öll fjöleign­ar­hús og til­heyr­andi lóð­ir.

„Við er­um að vinna skrán­ing­ar­t­öfl­ur og eigna­skipta­yf­ir­lýs­ing­ar bæði fyr­ir ný­bygg­ing­ar og eldri hús,“seg­ir Ingi­björg. „ Sum­ir koma til okk­ar og láta gera eigna­skipta­yf­ir­lýs­ingu fyr­ir göm­ul hús af því lög­in voru sett eft­ir að hús­in voru byggð. Þá er kannski ein­hver í hús­inu að flytja og ver­ið er að gera yf­ir­lýs­ingu vegna þess. Eins þarf að gera nýja eigna­skipta­yf­ir­lýs­ingu og skrán­ing­ar­t­öflu ef fólk er til dæm­is að bæta við svöl­um á eina íbúð í fjöl­býl­is­húsi. All­ar breyt­ing­ar við hús hafa áhrif á hvernig það skipt­ist á milli eig­enda.“

Ingi­björg seg­ir að 3 Skref sé ung bók­halds­stofa. Hún hafi starf­að í nú­ver­andi mynd í þrjú ár. Styrk­leiki fyr­ir­tæk­is­ins að henn­ar mati er sá að þær eru ekki hrædd­ar við nýj­ung­ar. „Okk­ur finnst þær bara spenn­andi.“

FRÉTTABLAЭIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Syst­urn­ar Katla og Ingi­björg Þor­steins­dæt­ur, eig­end­ur bók­halds­stof­unn­ar 3 Skref, hafa ára­tugareynsl­u af rekstri og stjórn­un fyr­ir­tækja.

FRÉTTABLAЭIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Katla og Ingi­björg hjá 3 Skref­um eru óhrædd­ar við nýj­ung­ar. Uniconta kerf­ið er lið­ur í að gera bók­hald­ið papp­írs­laust.

Auk systr­anna Ingi­bjarg­ar og Kötlu starfa fjór­ir bók­ar­ar hjá fyr­ir­tæk­inu, þær Ag­nes, Gulla, Diljá og Kolfinna.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.