Regla, bók­halds- og við­skipta­kerfi

Regla býð­ur bók­halds- og við­skipta­kerfi í áskrift á net­inu eða „í ský­inu“og því er eng­in þörf á hýs­ingu eða rekstri á eig­in tölvu­þjón­um.

Fréttablaðið - - KYNNINGARB­LAÐ -

Þar sem um 100% skýja­lausn er að ræða virk­ar Regla óháð stýri­kerf­um og virk­ar jafn vel á PC og Apple tölv­um. Það eina sem þarf að gera til að kom­ast í gögn­in er að fara inn á regla.is og byrja að vinna. Við­skipta­vin­ir Reglu eru því alltaf með nýj­ustu út­gáf­una af kerf­inu og þurfa ekki að hafa áhyggj­ur af dýr­um upp­færsl­um á kom­andi ár­um. Rekst­ur­inn verð­ur hag­kvæm­ari, ein­fald­ari og ör­ugg­ari með heild­ar við­skipta­kerfi frá Reglu þar sem all­ar kerfisein­ing­ar tala sam­an. Hvert er markmið Reglu? „Markmið fé­lags­ins hef­ur frá upp­hafi ver­ið að minnka vinn­una við bók­hald­ið með auk­inni sjálf­virkni og nú­tíma­leg­um vinnu­brögð­um. Sem dæmi má nefna að hægt er að tengja bók­halds­kerfi Reglu við bank­ann þannig að all­ar færsl­ur les­ast inn sjálf­krafa. Regla lær­ir síð­an á færsl­urn­ar og ger­ir bók­un­ar­til­lög­ur á rétta bók­halds­lykla. Einnig er hægt að tengja ra­f­ræn eða skönn­uð fylgiskjöl

við færsl­ur eða tíma­bil með inn­byggðu skönn­un­ar­for­riti og appi fyr­ir Android síma,“seg­ir Darri Örn Hilm­ars­son, sölu- og mark­aðs­stjóri Reglu.

Hvað­an kem­ur Regla?

„Öll kerf­in okk­ar eru þró­uð og smíð­uð af okk­ur og eru því ís­lensk hönn­un. Kerf­ið er smíð­að fyr­ir ís­lensk­an mark­að jafnt sem er­lend­an og er fá­an­legt á mörg­um tungu­mál­um. Það eru marg­ir sér­fræð­ing­ar sem hafa kom­ið að þess­ari upp­bygg­ingu en við hlust­um einnig mik­ið á þarf­ir okk­ar við­skipta­vina. Við segj­um stund­um, bæði í gríni og al­vöru, að þeir séu bestu kerf­is­fræð­ing­arn­ir. Að þróa nýja kyn­slóð bók­halds­kerf­is hef­ur ver­ið spenn­andi veg­ferð und­an­far­in 11 ár en í dag starfa 12 starfs­menn við þró­un, þar af átta við for­rit­un auk tveggja við sölu og þjón­ustu.“

Hvað er það nýj­asta hjá ykk­ur? „Til að byrja með vor­um við bara með þrjár kerfisein­ing­ar; fjár­hags­bók­hald, sölu­kerfi og verk­bók­hald. Með tím­an­um hafa bæst við fleiri kerfi á borð við launa­kerfi á mörg­um tungu­mál­um, vef­þjón­ustu við önn­ur kerfi og af­greiðslu­kerfi eða „kassa­kerfi“eins og þau eru oft köll­uð. Nýj­asta var­an okk­ar er hins veg­ar net­versl­un­ar­teng­ing við Shopify og Woocomm­erce heima­síð­ur. Með þess­ari teng­ingu bók­ast öll sala í raun­tíma og birgð­ir hald­ast rétt­ar, sama hvort sal­an á sér stað í versl­un eða á net­inu.“

Krefst rekst­ur Reglu mik­ill­ar vöru­þró­un­ar?

„All­ar okk­ar kerfisein­ing­ar eru í stöð­ugri þró­un og við hlust­um mik­ið á ábend­ing­ar og þarf­ir við­skipta­vina okk­ar. Þessa dag­ana

All­ar okk­ar kerfisein­ing­ar eru í stöð­ugri þró­un og við hlust­um mik­ið á ábend­ing­ar og þarf­ir við­skipta­vina okk­ar.

er­um við til dæm­is að þróa kassa­kerf­ið okk­ar enn frek­ar með nýj­um veit­inga­stað og mun­um á næstu dög­um setja upp okk­ar fyrsta eld­hús­skjá­kerfi (e. kitchen display system). Hing­að til hafa pant­an­ir hrann­ast upp á mið­um inni í eld­húsi og ef einn mið­inn dett­ur þá er sú pönt­un bara týnd. Með nýja kerf­inu okk­ar munu all­ar pant­an­ir skila sér á mis­mun­andi snerti­skjái inn í eld­húsi. Þannig fer til dæm­is ham­borg­ari á skjá­inn hjá grill­inu á með­an sal­at fer á ann­an skjá hjá græn­met­inu. Kokk­arn­ir geta síð­an merkt við þeg­ar hver rétt­ur fer í gang eða er til­bú­inn fyr­ir þjón­inn.“

Hvað er fram und­an?

„Eins og ég segi þá er stöð­ug vöru­þró­un í gangi og margt spenn­andi fram und­an. Við er­um til dæm­is að vinna í tíma­skrán­ing­ar­kerfi sem mun tengj­ast beint við launa­kerf­ið. Við sjá­um líka að þró­un­in er í þá átt að fólk vill gera sem mest úr sím­an­um sín­um en það er stór part­ur af því verk­efni sem við er­um að vinna í und­ir vinnu­heit­inu „Skrif­stof­an í sím­ann“.“

FRÉTTABLAЭIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Regla ehf. hef­ur þró­að nýja kyn­slóð bók­halds­kerf­is.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.