Grét af létti

Eft­ir sex­tán tíma strangt lög­gild­ingar­próf út­skrif­að­ist Hörð­ur Freyr Val­björns­son sem lög­gilt­ur end­ur­skoð­andi í fyrstu at­rennu.

Fréttablaðið - - KYNNINGARB­LAÐ -

Ég get við­ur­kennt að ég grét af gleði og létti þeg­ar ég fékk póst­inn um að hafa náð lög­gild­ingar­próf­inu. Það var mik­ið spennu­fall eft­ir að hafa beð­ið í rúma tvo mán­uði eft­ir nið­ur

stöð­unni,“seg­ir Hörð­ur, lög­gilt­ur end­ur­skoð­andi hjá Icelanda­ir. Hann er einn tíu ný­lega út­skrif­aðra lög­giltra end­ur­skoð­enda. „Nám­ið er stremb­ið í heild sinni en allra erf­ið­asti hjall­inn er lög­gild­ingar­próf at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins og til­hugs­un­in um sex­tán klukku­stunda próf þar sem sögu­lega hef­ur ver­ið í kring­um 70 pró­sent fall. Það er al­menn hræðsla við þetta próf sem má líkja við her­búð­ir. Í því er eng­inn mat­ar­tími né pás­ur og í próf­inu er ekk­ert gef­ins. Það tek­ur því á and­lega að fara inn í skóla­stofu til að reikna og skrifa í átta tíma, tvo daga í röð,“seg­ir Hörð­ur sem er ekki sann­færð­ur um að próf­ið þurfi að vera svo strangt.

„Það eru mikl­ar um­ræð­ur um að breyta próf­fyr­ir­komu­lag­inu. Áð­ur voru þetta þrjú próf og hægt að fara í eitt próf á ári en eft­ir að þau voru sett sam­an í eitt próf hef­ur reynst erf­ið­ara að ná því og marg­ir fara tvisvar, þrisvar og jafn­vel fjór­um sinn­um áð­ur en þeir ná því,“upp­lýs­ir Hörð­ur.

Stimp­ill sem end­ist út líf­ið

Hörð­ur tók BS-próf í við­skipta­fræði frá Há­skóla Ís­lands og fór það­an í meist­ara­nám í end­ur­skoð­un og reikn­ings­skil­um við HÍ.

„Meist­ara­nám­ið þyk­ir mjög stremb­ið en það hjálp­aði mér að vinna á end­ur­skoð­enda­stof­unni KPMG sam­hliða nám­inu. Ég fékk smjör­þef­inn af end­ur­skoð­un í mennta­skóla og fannst hún heill­andi. Eft­ir að hafa unn­ið í Ari­on banka um tíma var ég ráð­inn til KPMG og eft­ir fyrsta ár­ið fann ég hversu um­fangs­mik­ið starf­ið er og að ég hafði ein­læg­an áhuga á því,“seg­ir Hörð­ur sem fór í þriggja ára starfs­nám und­ir leið­sögn end­ur­skoð­anda hjá KPMG.

„KPMG reynd­ist mér af­ar vel og gaf mér tvo mán­uði í upp­lestr­ar­frí fyr­ir lög­gild­ingar­próf­ið. Próf­ið sam­an­stend­ur af þrem­ur meg­in­stoð­um; reikn­ings­skil­um, end­ur­skoð­un og skött­um, og mað­ur þarf að átta sig á í hverju mað­ur er best­ur og herða sig í því sem mað­ur er veik­ari í,“seg­ir Hörð­ur.

„Það er til mik­ils að vinna að ljúka nám­inu því mað­ur upp­sker gott og vel laun­að starf. Ég horfði til þess að lög­gild­ing­in væri stimp­ill sem ég byggi að út líf­ið.“

Fleiri lát­ast en bæt­ast við

Hörð­ur er 29 ára og var sá yngsti sem tók lög­gild­ingar­próf­ið nú.

„Ég er ung­ur í þess­um geira og

eins og er lát­ast fleiri end­ur­skoð­end­ur á ári en bæt­ast við í stétt­ina. Við er­um að verða sjald­gæfari og sjald­gæfari og því vant­ar fleiri end­ur­skoð­end­ur til að anna störf­un­um,“seg­ir Hörð­ur og mæl­ir hik­laust með nám­inu.

„En til að ljúka nám­inu þarf bæði áhuga og vilja,“seg­ir Hörð­ur sem hafði strax gam­an af stærð­fræði á barns­aldri.

„Það lá alltaf fyr­ir að ég legði fyr­ir mig eitt­hvað þessu tengt. Góð­ur end­ur­skoð­andi þarf að vera talnag­lögg­ur og ná­kvæm­ur og eins er gott sið­ferði og rök­hugs­un mik­il­væg.“

Eft­ir fimm ára starf hjá KPMG starfar Hörð­ur nú sem lög­gilt­ur end­ur­skoð­andi hjá Icelanda­ir.

„Ég breytti um starf til að geta sinnt fjöl­skyld­unni bet­ur. Á end­ur­skoð­enda­stof­um er mik­il tarna­vinna og þeg­ar mest var vann ég 100 til 130 yf­ir­vinnu­tíma á mán­uði. Það hef­ur sína kosti og galla, en ég var til­bú­inn í það. Ég hafði áð­ur unn­ið á frysti­tog­ara og kynnst þar enn meiri tarna­vinnu en ég held að end­ur­skoð­enda­stof­ur séu stærstu kaup­end­ur Noccoorku­drykkja af ís­lensk­um vinnu­stöð­um,“seg­ir Hörð­ur og hlær.

„Það er sagt að starf end­ur­skoð­enda sé það leið­in­leg­asta í heimi og meira fjör sé að fara á skemmt­un á elli­heim­ili en á skemmt­un end­ur­skoð­enda. Erkitýp­an er talnag­lögg­ur ein­fari sem lít­ur ekki upp frá skrif­borð­inu en auð­vit­að er öll flóra fólks í starf­inu og ekki al­veg satt að stétt­ina skipi að­eins graut­leið­in­legt fólk,“seg­ir Hörð­ur, sæll með sitt hlut­skipti.

„Ég var smeyk­ur þeg­ar ég skráði mig í próf­ið en er stolt­ur og ánægð­ur að hafa náð próf­inu við fyrstu til­raun og það var óvenju­legt og gleði­efni hversu marg­ir náðu síð­asta prófi mið­að við fyrri ár. Von­andi dreg­ur það úr hræðslu þeirra sem hafa áhuga og sýn­ir að þetta er ger­legt.“

FRÉTTABLAЭIÐ/ANTON BRINK

Hörð­ur Freyr er lög­gilt­ur end­ur­skoð­andi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.