Ný að­ferð minnk­ar kol­efn­is­spor

Fréttablaðið - - MARKAÐURIN­N -

„Fyr­ir um fimm ár­um kynnt­um við bylt­ing­ar­kennda tækni við kæl­ingu fisks, svo­kall­aða SUBCHILLIN­G™ tækni eða undirkæl­ingu. Með að­ferð­inni er fisk­ur­inn sjálf­ur kælimið­ill­inn,“seg­ir Ingólf­ur.

„Við telj­um að tækn­in muni taka yf­ir stór­an hluta af mark­aðn­um og sam­hliða mun Skag­inn 3X vaxa hratt. Þeg­ar fisk­ur er kæld­ur með ís verð­ur hann aldrei kald­ari en núll gráð­ur en nýja tækn­in kæl­ir fisk­inn nið­ur í mín­us eina gráðu, það er nið­ur í fasa­skipti fisks­ins sjálfs. Það er hins veg­ar lang­hlaup að kenna mark­aðn­um á þessa nýju tækni.

Undirkæl­ing hef­ur þrjá kosti í för með sér. Í fyrsta lagi við­held­ur hún gæð­um fisks­ins bet­ur. Í öðru lagi leng­ist líf­tími vör­unn­ar um fjóra til sjö daga með undirkæl­ingu sem býð­ur upp á aðra mögu­leika við flutn­ing. Ís­lensk fyr­ir­tæki hafa not­ið góðs af því. Það eru til dæm­is lax­eldi á Bíldu­dal og Djúpa­vogi þar sem fisk­ur­inn þarf að fara um lang­an veg til að fara í flug. Af þeim sök­um hafa lax­eldi brugð­ið á það ráð að flytja fisk­inn í aukn­um mæli með skip­um. Það er mun betra fyr­ir um­hverf­ið,“seg­ir Ingólf­ur.

„Við höf­um einnig bent á þriðja kost­inn sem er ódýr­ara fragt­flug. Það þarf nefni­lega ekki að nota ís við kæl­ing­una og við það létt­ist flutn­ingsein­ing­in um 20 pró­sent, sem er um­tals­vert í stóru sam­hengi.

Fjórð­ungi af norsk­um eld­islaxi er flog­ið til As­íu. Með þess­ari nýju tækni er hægt að draga úr kols­efn­is­spor­inu með því að fækka flug­ferð­um um einn fimmta með því að hætta að flytja ís á milli heims­álfa.

Með tím­an­um von­umst við til að það verði krafa mark­að­ar­ins að fisk­ur verði kæld­ur með þess­um hætti enda bygg­ir tækn­in á því að við­halda gæð­um fisks­ins, við­halda fersk­leika bet­ur og þannig opna á mögu­leika til hag­kvæm­ari flutn­ings­máta,“seg­ir hann.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.