Alltaf með nokkr­ar bæk­ur við hönd­ina

Fréttablaðið - - MARKAÐURIN­N -

Svip­mynd Nanna Krist­ín Tryggva­dótt­ir Nám:

Rekstr­ar­verk­fræð­ing­ur frá Du­kehá­skóla í Norð­ur-Karólínu og MCF í fjár­mál­um fyr­ir­tækja frá Há­skól­an­um í Reykja­vík.

Störf:

Að­stoð­ar­mað­ur banka­stjóra Lands­bank­ans frá ár­inu 2017, verk­efna­stjóri hjá bank­an­um í stefnumið­uð­um verk­efn­um á ár­un­um 2012-2017 og í áhættu­stýr­ingu bank­ans á ár­un­um 2011-2012.

Fjöl­skyldu­hag­ir: Ein­hleyp.

Nanna Krist­ín Tryggva­dótt­ir hef­ur starf­að hjá Lands­bank­an­um í átta ár. Hún lærði með­al ann­ar s rekstr­ar­verk­fræði í Du­ke-há­skóla og hef­ur und­an­far­in tvö ár ver­ið að­stoð­ar­mað­ur Lilju Bjark­ar Ein­ars­dótt­ur banka­stjóra.

Hvernig er morg­un­rútín­an þín? Hún er al­veg alls kon­ar og fer svo­lít­ið eft­ir plön­um hvers dags. Ég byrja und­an­tekn­ing­ar­laust alla daga á því að fara yf­ir frétt­ir, svona á með­an ég nudda stír­urn­ar úr aug­un­um. Bestu morgn­arn­ir eru svo alltaf þeg­ar ég næ að kom­ast á æf­ingu. Ekki hægt að byrja dag­inn bet­ur.

Hver eru þín helstu áhuga­mál? Ég er mik­il áhuga­mann­eskja um golf, bæði að spila það og horfa á. Ég gef mér þó alltof sjald­an tíma til að sinna því al­menni­lega. Góð­ar bæk­ur eru svo ann­að áhuga­mál en ég veit fátt nota­legra en að koma mér vel fyr­ir með góða bók. Síð­an þyk­ir mér ótrú­lega gam­an að bar­dúsa eitt­hvað í eld­hús­inu og slaka ör­ugg­lega hvergi jafn vel á. Skemmti­leg­ast þyk­ir mér þó alltaf að vera með vin­um og fjöl­skyldu og reyni því að gera mik­ið af því.

Hvaða bók ertu að lesa eða last síð­ast?

Ég er ein af þeim sem eru alltaf með nokkr­ar bæk­ur í gangi í einu. Þessa stund­ina er ég að lesa um ris og fall flug­fé­lags­ins WOW air. Þótt höf­und­ur bók­ar­inn­ar og stofn­andi fé­lags­ins séu ekki á einu máli um hvernig hlut­irn­ir voru ná­kvæm­lega þá er sag­an og stóra mynd­in engu að síð­ur mjög áhuga­verð. Hin bók­in sem ég er að lesa þessa stund­ina er Síð­asta stúlk­an, saga Na­diu Murad sem hlaut frið­ar­verð­laun Nó­bels ár­ið 2018. Ótrú­lega átak­an­leg saga um stúlku sem

er tek­in í þræl­dóm af ISIS og hvernig hún slepp­ur úr klóm þeirra. Eins erfitt og það get­ur ver­ið að lesa um átak­an­leg­ar raun­ir fólks um víða ver­öld þá minn­ir saga Na­diu mann jafn­framt á það hversu ótrú­lega hepp­in við er­um sem byggj­um þetta land.

Hverj­ar eru helstu áskor­an­irn­ar í rekstr­ar­um­hverf­inu?

Það hafa mikl­ar breyt­ing­ar orð­ið á rekstr­ar­um­hverfi banka und­an­far­ið og ég held að það sjái ekki fyr­ir end­ann á þeim í bráð. Á síð­ustu ár­um hef­ur banka­þjón­usta færst úr því að vera þess eðl­is að við­skipta­vin­ir þurfi að gera sér ferð í bank­ann sinn til að sinna sín­um er­ind­um og yf­ir í það að við­skipta­vin­ir af­greiða sig sjálf­ir í appi eða net­banka þeg­ar þeim hent­ar. Nýj­asta dæm­ið er svo auð­vit­að Apple Pay sem við­skipta­vin­ir Lands­bank­ans hafa tek­ið al­veg gríð­ar­lega vel í og sýn­ir hvað við er­um al­mennt til­bú­in að til­einka okk­ur nýj­ar og þægi­leg­ar lausn­ir. Sjálf hef ég ekki tek­ið upp greiðslu­kort frá því hægt var að byrja að nota Apple Pay fyr­ir rúm­lega mán­uði. Helstu áskor­an­irn­ar eru svo að tryggja áfram­hald­andi þró­un á þeim lausn­um sem henta við­skipta­vin­um bank­ans og að gera þær að­gengi­leg­ar á sama tíma og við tryggj­um stöð­ug­an og traust­an rekst­ur, þetta verð­ur að vera í jafn­vægi.

Hvaða tæki­færi eru fram und­an í banka­rekstri?

Það eru ógrynni tæki­færa í banka­rekstri um þess­ar mund­ir. Fjár­mála­geir­inn er að breyt­ast hratt um all­an heim. Við er­um að sjá ótrú­leg­an fjölda fjár­tæknifyr­ir­tækja koma fram á sjón­ar­svið­ið um all­an heim. Sum munu ná fót­festu og önn­ur kveikja hug­mynd­ir. Hefð­bundn­ir bank­ar eru að fá sam­keppni úr nýj­um átt­um svo sem frá Face­book og Apple. Það er und­ir bönk­un­um kom­ið að bregð­ast við, móta og breyta starf­sem­inni til fram­tíð­ar. Við­brögð þeirra munu ráða hvernig þeim mun reiða af til lengri tíma í sam­keppni af þess­ari stærð­ar­gráðu sem á sér eng­in landa­mæri. En í því fel­ast jafn­framt stærstu tæki­fær­in.

Sjálf hef ég ekki tek­ið upp greiðslu­kort frá því hægt var að byrja að nota Apple Pay fyr­ir rúm­lega mán­uði.

FRÉTTABLAЭIÐ/STEFÁN

Nanna Krist­ín Tryggva­dótt­ir seg­ir að það sé und­ir bönk­un­um kom­ið að bregð­ast við, móta og breyta starf­sem­inni til fram­tíð­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.