Sp­arn­að­ur­inn okk­ar er öfl­ugt tæki í bar­átt­unni við lofts­lags­breyt­ing­ar

Fréttablaðið - - MARKAÐURIN­N -

Sa­mein­uðu þjóð­irn­ar birtu á dög­un­um skýrslu með nið­ur­stöð­um úr ít­ar­leg­ustu at­hug­un á ástandi jarð­ar sem hef­ur ver­ið unn­in til þessa. Sam­kvæmt henni er sam­fé­lög­um manna al­var­lega ógn­að af hraðri hnign­un vist­kerf­is jarð­ar með­al ann­ars vegna stór­auk­ins út­blást­urs kolt­ví­sýr­ings. Hún set­ur fyrri skýrslu um svo­kall­aða 1,5 gráðu sviðs­mynd í ákveð­ið sam­hengi, þar sem dreg­in er sú álykt­un að eft­ir ein­ung­is fáa ára­tugi verði ham­far­ir vegna lofts­lags­breyt­inga nema mann­kyn­ið grípi í taum­ana sem allra fyrst.

Þrátt fyr­ir þess­ar spár taka marg­ir spari­fjár­eig­end­ur ekk­ert til­lit til þró­un­ar í lofts­lags­mál­um í fjár­fest

ing­um sín­um. Enn er al­gengt að líf­eyr­is­sparn­aði eða öðr­um sparn­aði sé beint í starf­semi og fyr­ir­tæki sem hafa nei­kvæð áhrif á líf­ríki jarð­ar. Kola­iðn­að­ur­inn einn og sér á þátt í rúm­lega 800.000 ótíma­bær­um dauðs­föll­um ár­lega. Eign­ir sem drepa eru ekki væn­leg­ur fjár­fest­inga­kost­ur.

Góð­ir fjár­fest­ing­ar­kost­ir

Sér­fræð­ing­ar í eign­a­stýr­ingu sjá í aukn­um mæli tæki­færi í upp­bygg­ingu eigna­safna sem sam­ræm­ast sjálf­bærni­mark­mið­um. Með­al allra öfl­ug­ustu tækja sem við get­um beitt í bar­átt­unni við lofts­lags­breyt­ing­ar eru ein­mitt al­þjóð­leg­ir fjár­mála­mark­að­ir. Fyr­ir­tæki með háa sjálf­bærni­ein­kunn eru oft­ast fjár­hags­lega sterk og vel í stakk bú­in til að hag­nýta þró­un og strauma í lofts­lags- og sjálf­bærni­mál­um. Til lengri tíma lit­ið má ljóst telja að fyr­ir­tæki sem skapa sér stefnu í sam­ræmi við Pa­rís­ar­sam­komu­lag­ið muni skila betri arð­semi en önn­ur.

Um­hverf­is­sóð­ar úti­lok­að­ir

Ár­ið 2013 hófu nor­ræn fjár­mála­fyr­ir­tæki, með Stor­ebrand í broddi fylk­ing­ar, að úti­loka kola- og námu­fyr­ir­tæki úr eigna­söfn­um sín­um. Í fram­hald­inu hafa stór­ir fjár­fest­ar eins og norski ol­íu­sjóð­ur­inn gert slíkt hið sama. Þessi þró­un er af­ar mik­il­væg. Líf­eyr­is­sjóð­ir standa að baki um það bil helm­ingi allra kaup­hall­ar­við­skipta í heim­in­um. Breytt fjár­fest­ing­ar­við­mið þeirra munu með­al ann­ars hafa af­ger­andi áhrif á kola­iðn­að­inn og gera loks sýni­lega þá lofts­lags­áhættu sem kol­efn­is­frek hag­kerfi standa frammi fyr­ir. Kola­iðn­að­ur­inn er þeg­ar far­inn að finna fyr­ir þessu. Það skipt­ir ekki máli hvað Don­ald Trump ger­ir til að vernda deyj­andi fyr­ir­tæki; hann mun ekki geta stöðv­að það skriðu­fall sem fjár­fest­ar geta kom­ið af stað.

Úti­lok­un um­hverf­is­sóða úr eigna­söfn­um er lyk­il­for­senda þess að færa heim­inn nær lofts­lags­stöð­ug­leika en hún næg­ir ekki ein og sér. Beinna að­gerða er þörf með virkri fjár­fest­ingu í fyr­ir­tækj­um sem stuðla að sjálf­bærni. Sam­kvæmt ný­legri skýrslu Eurosif, sem eru evr­ópsk sam­tök um ábyrg­ar fjár­fest­ing­ar, fimm­fald­að­ist svo­köll­uð áhrifa­fjár­fest­ing (e. impact in­vest­ing) milli 2013 og 2017. Slík­ar töl­ur eru hvetj­andi en brýnt er að stór­auka áhrifa­fjár­fest­ing­ar á næstu ár­um.

Tæki­fær­ið er ein­stakt

Fjár­fest­ing­ar í sjálf­bær­um fyr­ir­tækj­um og at­vinnu­grein­um skila al­mennt góðri ávöxt­un, vaxt­ar­mögu­leik­ar eru mikl­ir og ein­fald­ara er að kort­leggja og stýra áhætt­unni sem fylg­ir þeim. Fjár­fest­ar leita í aukn­um mæli í sól­ar- og vindorku og aðra hreina orku­tækni með það að mark­miði að vernda nátt­úr­una og skapa sjálf­bær­an hag­vöxt. Sp­arn­að­ur okk­ar, líf­eyr­ir og fjár­fest­ing­ar eru eitt öfl­ug­asta tæki sem við get­um beitt gegn þeim ógn­um sem lýst er í skýrsl­um SÞ. Við meg­um ekki leng­ur horfa fram­hjá þeim áhrif­um sem við get­um haft með því að færa fjár­magn úr kol­efn­is­frek­um grein­um yf­ir í hreina orku fram­tíð­ar­inn­ar. Sjálf­bær­ar fjár­fest­ing­ar eru þeg­ar farn­ar að skila betri ávöxt­un. Þetta er ein­stakt tæki­færi til að fjár­festa skyn­sam­lega og láta gott af sér leiða.

Enn er al­gengt að líf­eyr­is­sparn­aði eða öðr­um sparn­aði sé beint í starf­semi og fyr­ir­tæki sem hafa nei­kvæð áhrif á líf­ríki jarð­ar.

Jan Erik Saugestad for­stjóri eign­a­stýr­ing­ar Stor­ebrand

Kjart­an Smári Hösk­ulds­son fram­kvæmda­stjóri Ís­lands­sjóða

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.