Samruna­eft­ir­lit og lands­byggð­in

Fréttablaðið - - MARKAÐURIN­N -

Und­an­far­in miss­eri hef­ur Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið rann­sak­að samruna á smá­sölu­mörk­uð­um sem eiga það sam­eig­in­legt að hafa með­al ann­ars haft áhrif ut­an Reykja­vík­ur. Í fyrsta lagi var um að ræða fyr­ir­hug­uð kaup Haga á Lyfju sem voru ógilt. Í öðru lagi kaup N1 á Festi sem voru sam­þykkt með skil­yrð­um. Í þriðja lagi kaup Haga á Olís sem einnig voru sam­þykkt með skil­yrð­um. Í fjórða lagi fyr­ir­hug­uð kaup Lyfja og heilsu á eina keppi­naut sín­um í Mos­fells­bæ sem voru ógilt. Í fimmta lagi kaup Sam­kaupa á Ice­land-versl­un­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem voru sam­þykkt án skil­yrða og fyr­ir­hug­uð kaup Sam­kaupa á Ice­land-versl­un­um á Suð­ur­nesj­um og Akur­eyri sem voru ógilt.

Í tengsl­um við þess­ar rann­sókn­ir hef­ur Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið með­al ann­ars ver­ið gagn­rýnt fyr­ir

að grípa inn í vegna áhrifa samrun­anna á af­mörk­uð­um land­fræði­leg­um mörk­uð­um og í sum­um til­vik­um gagn­vart fyr­ir­tækj­um sem eru ekki mark­aðs­ráð­andi. Gagn­rýn­in gef­ur til­efni til að út­skýra með hvaða hætti sam­keppn­is­yf­ir­völd nálg­ast þessi at­riði.

Mark­að­ir oft stað­bundn­ir

Við rann­sókn á samr­un­um smá­sala horf­ir Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið til þess á hvaða land­fræði­lega mark­aði, eða mörk­uð­um, þeir starfa. Er með­al ann­ars lagt á það mat hvað neyt­end­ur eru til­bún­ir að eyða mikl­um tíma í ferða­lög milli versl­ana og hvort net­versl­an­ir séu raun­hæf­ur val­kost­ur. Við blas­ir að dag­vöru­versl­an­ir á Vest­ur­landi veita til að mynda dag­vöru­versl­un­um á Aust­ur­landi af­ar tak­mark­að sam­keppn­is­legt að­hald. Hið sama á við um apó­tek, veit­inga­staði, bakarí, fisk­búð­ir o.s.frv. Af því má ráða að smá­sölu­mark­að­ir eru oft á tíð­um, eðli síns vegna, af­mark­að­ir við til­tek­in land­svæði.

Fyrr­greind­ir samrun­ar hafa þannig ver­ið tald­ir raska sam­keppni í smá­sölu dag­vöru á Suð­ur­landi, Suð­ur­nesj­um, Vest­ur­landi, Akur­eyri og í smá­sölu lyfja í Mos­fells­bæ. Í öll­um þess­um mál­um lágu til grund­vall­ar ít­ar­leg­ar grein­ing­ar á stað­göngu milli keppi­nauta, mis­mun­andi teg­unda versl­ana og svæða.

Þetta er í takt við nálg­un annarra sam­keppn­is­yf­ir­valda. Fram­kvæmda­stjórn ESB og banda­rísk sam­keppn­is­yf­ir­völd hafa al­mennt lagt til grund­vall­ar að smá­sala lyfja af­markist við mjög tak­mörk­uð svæði sem sam­svari 1,5 til 4 kíló­metra radíus frá stað­setn­ingu lyfja­búða. Í nýrri ákvörð­un breskra sam­keppn­is­yf­ir­valda vegna fyr­ir­hug­aðs samruna Asda og Sains­bury's var við af­mörk­un á land­fræði­lega mark­aðn­um horft til versl­ana í allt að 15 mín­útna akst­urs­tíma frá versl­un­um samruna­að­ila.

Stærð­in hef­ur ekki úr­slita­áhrif

Við rann­sókn á samr­un­um horf­ir Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið ekki ein­göngu til stærð­ar við­kom­andi fyr­ir­tækja á landsvísu held­ur skipta þar höf­uð­máli sam­keppn­is­leg áhrif samrun­ans á við­kom­andi mark­aði. Fyr­ir­tæki get­ur ver­ið lít­ið á landsvísu en mjög sterkt á ein­stök­um svæð­um. Í þeim til­vik­um er horft til áhrifa samrun­ans á sam­keppni ann­ars veg­ar á landsvísu og hins veg­ar á til­tekn­um land­svæð­um sem mynda sér­staka land­fræði­lega mark­aði.

Samruni Sains­bury's og Asda var ógilt­ur af bresk­um sam­keppn­is­yf­ir­völd­um. Í því máli var sam­an­lögð hlut­deild fyr­ir­tækj­anna í dag­vöru­sölu um 29%. Þrátt fyr­ir það var samrun­inn tal­inn raska sam­keppni á 537 land­fræði­lega af­mörk­uð­um svæð­um Í Bretlandi. Í til­viki kaupa Sam­kaupa á 14 versl­un­um af Ba­skó var sam­an­lögð hlut­deild fyr­ir­tækj­anna á landsvísu á bil­inu 20 til 25 pró­sent. Samrun­inn var tal­inn raska sam­keppni á Akur­eyri og í Reykja­nes­bæ, þar sem tvær af fyrr­greind­um 14 versl­un­um voru stað­sett­ar, en ekki á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Rösk­un lík­legri úti á landi

Ljóst er að samrun­ar á smá­sölu­mörk­uð­um geta haft áhrif á sam­keppni þrátt fyr­ir að fá­ir íbú­ar búi á við­kom­andi svæði og við­kom­andi fyr­ir­tæki séu ekki mark­aðs­ráð­andi. Raun­ar er lík­legra að sam­keppn­is­leg vanda­mál komi upp á smá­sölu­mörk­uð­um á lands­byggð­inni en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Ástæð­an er sú að á lands­byggð­inni starfa að öllu jöfnu færri að­il­ar á sam­þjapp­aðri mörk­uð­um. Horfi sam­keppn­is­yf­ir­völd fram hjá samr­un­um sem raska sam­keppni á fá­menn­ari stöð­um mun það leiða til þess að þau svæði verða ósam­keppn­is­hæf vegna hærra verðs en ella, minni gæða og verri þjón­ustu. Slík stefna sam­keppn­is­yf­ir­valda væri óá­sætt­an­leg og myndi skaða neyt­end­ur í dreifð­ari byggð­um lands­ins.

Val­ur Þrá­ins­son að­al­hag­fræð­ing­ur Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.