Stjórn­laus frekja í bullandi ta­prekstri

Fréttablaðið - - MARKAÐURIN­N - SKOÐUN Þor­steinn Frið­rik Hall­dórs­son

Orð­ræð­an í kring­um ný­af­staðna kjara­deilu var oft kom­in á furðu­leg­ar slóð­ir. Skemmst er þess að minn­ast þeg­ar heild­sölu- og fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­ið ÍSAM boð­aði verð­hækk­an­ir á öll­um vör­um í tölvu­pósti til við­skipta­vina

sinna, yrðu kjara­samn­ing­ar sam­þykkt­ir. Við­brögð verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar voru eft­ir bók­inni. Einn for­ystu­mað­ur lýsti þess­um verð­hækk­un­um sem „ógeð­felld­um“og ann­ar sagð­ist ekki úti­loka að fé­lags­menn yrðu hvatt­ir til að snið­ganga vör­ur fyr­ir­tæk­is­ins. Í aug­um þeirra voru verð­hækk­an­ir ÍSAM stríðs­yf­ir­lýs­ing, eins og reynd­ar svo margt ann­að sem at­vinnu­rek­end­ur hafa tek­ið upp á und­an­far­in miss­eri.

Formað­ur Efl­ing­ar geng­ur hins veg­ar venju­lega skref­inu lengra. Hún tal­aði um „ÍSAM auð­vald­ið“og sagði þarna „af­hjúp­ast af­staða þeirra sem í stjórn­lausri frekju sinni trúa því af öllu hjarta að þeirra sé al­gjört vald­ið“. Sami ískyggi­legi und­ir­tónn­inn í skrif­um for­manns­ins sem sér að­eins svart­hvítt samfélag. Hið góða gegn hinu illa. Kúg­að­ir gegn kúg­ur­um sín­um. Verka­lýð­ur­inn gegn ÍSAM auð­vald­inu.

En arð­rán­ið virð­ist ekki ganga sem skyldi. Eins og Mark­að­ur­inn greindi frá í síð­ustu viku tap­aði ÍSAM 662 millj­ón­um króna á síð­asta ári og eig­end­ur fé­lags­ins þurftu að leggja því til 800 millj­ón­ir króna. Tap­ið jókst um 310 millj­ón­ir króna á milli ára. Segja má að út­gerð­ar­fjöl­skyld­an hafi greitt með hverri seldri bauna­dós og hverj­um seld­um kexpakka.

Svona var nú stað­an áð­ur en skrif­að var und­ir kjara­samn­inga sem fela í sér veru­leg­ar hækk­an­ir á lægstu laun­um. Er stjórn­laus frekja að ætla að brúa risa­vax­ið bil í rekstr­in­um með verð­hækk­un­um? Að­eins í huga þeirra sem eru heltekn­ir af hug­mynda­fræði stétta­átaka. ÍSAM get­ur ekki gert þeim til geðs með nein­um hætti, nema kannski með því að hverfa af yf­ir­borði jarð­ar og skilja eft­ir fram­leiðslu­þætt­ina fyr­ir verka­fólk­ið.

Heild­söl­uris­an­um var í raun refs­að fyr­ir að gera það rétta í stöð­unni, þ.e. að greina frá fyr­ir­hug­uð­um verð­hækk­un­um í stað þess að fara leynt með áform sín uns samn­ing­arn­ir væru sam­þykkt­ir. Við­semj­end­ur á vinnu­mark­að­in­um höfðu þannig betri for­send­ur til að meta áhrif samn­ing­anna. Fleiri fyr­ir­tæki mega fylgja for­dæmi ÍSAM.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.