Minni hagn­að­ur hjá Nova í fyrra

Fréttablaðið - - MARKAÐURIN­N - – kij

Hagn­að­ur Nova nam tæp­lega 1,2 millj­örð­um króna á síð­asta ári, sam­kvæmt nýbirt­um árs­reikn­ingi fjar­skipta­fé­lags­ins, og dróst sam­an um 19 pró­sent frá fyrra ári þeg­ar hann var um 1,5 millj­arð­ar króna.

Tekj­ur Nova, sem er með um þriðj­ungs­hlut­deild á ís­lensk­um farsíma­mark­aði, voru tæp­ir 9,9 millj­arð­ar króna í fyrra og juk­ust um lið­lega tólf pró­sent frá ár­inu 2017 en þá námu þær 8,8 millj­örð­um króna.

EBITDA fjar­skipta­fé­lags­ins – af­koma Mar­grét Tryggva­dótt­ir, for­stjóri Nova fyr­ir af­skrift­ir, fjár­magnsliði og skatta – var já­kvæð um 2,3 millj­arða króna á síð­asta ári. Eig­ið fé fé­lags­ins var 4.287 millj­ón­ir króna í lok síð­asta árs og var eig­in­fjár­hlut­fall­ið á sama tíma 67 pró­sent. Stjórn Nova legg­ur til að greidd­ur verði 750 millj­óna arð­ur til móð­ur­fé­lags­ins sem er í jafnri eigu eign­a­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Pt Capital ann­ars veg­ar og Novator, fé­lags Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar, og stjórn­enda Nova hins veg­ar.

Það er fjar­stæðu­kennd­ur mál­flutn­ing­ur að halda því fram að ver­ið sé að vinna að sæ­streng með þessu.

Það er hlut­verk stjórn­valda að ákveða það.

Hörð­ur Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.