Þró­ast eða deyja

Fréttablaðið - - MARKAÐURIN­N -

Með til­komu in­ter­nets­ins hafa ýms­ir sjálf­skip­að­ir spek­úl­ant­ar leyft sér að rýna í fram­tíð­ina. Hefð­bundn­ar versl­an­ir eiga und­ir högg að sækja, enda hægt að nálg­ast nán­ast hvað sem er með músars­melli á net­inu.

Ein hlið á þessu er sýni­leg á gangi um borg­ir. Versl­un­ar­hús­næði sem áð­ur þótti eft­ir­sókn­ar­vert stend­ur autt. Í nærum­hverf­inu næg­ir að nefna horn Lauga­vegs og Skóla­vörðu­stígs, og Banka­stræt­ið.

Úti í heimi er sama saga sögð. Fyr­ir­tæki sem áð­ur voru blóm­leg leika nauð­vörn. Standa frammi fyr­ir því að fækka versl­un­um eða deyja út. Gamal­grón­ir ris­ar eins og Hou­se of Fraser og fleiri hafa lot­ið í gras. Arca­dia, sem er í eigu Phillips Green og rek­ur með­al ann­ars Tops­hop, virð­ist á síð­ustu metr­un­um.

Er skýr­ing­in virki­lega svo ein­föld að fólk vilji ein­ung­is versla á net­inu í dag? Auð­vit­að ekki. Fólk mun alltaf vilja upp­lifa versl­un á eig­in skinni. Snerta og þefa af vör­unni. Sjá mann og ann­an.

Í því sam­hengi er at­hygl­is­vert að skoða af­drif gömlu góðu bók­ar­inn­ar. Fyr­ir fá­um ár­um virt­ist allt benda til þess að raf­bæk­ur myndu ganga að bóka­búð­inni dauðri. Hefð­bundn­ir bók­sal­ar börð­ust í bökk­um. Hin­um rót­gróna breska bók­sala Wa­ter­st­ones var bjarg­að fyr­ir horn á ell­eftu stundu.

Þá urðu straum­hvörf. Sala hefð­bund­inna bóka tók að vaxa. Hlut­fall raf­bóka hætti að vaxa. Í Bretlandi hef­ur, frá 2015, orð­ið lít­ils­hátt­ar sölu­aukn­ing á hefð­bundn­um bók­um á hverju ári. Hlut­fall raf­bóka hef­ur ver­ið fast í tæp­lega fjórð­ungi heild­ar­sölu.

Bresk­ir bók­sal­ar, með Wa­ter­st­ones í broddi fylk­ing­ar, virð­ast hafa fund­ið hinn gullna með­al­veg. Bóka­búð­irn­ar eru á ný orðn­ar sam­komu­stað­ir. Hver Wa­ter­st­ones-versl­un er ein­stök. Áfanga­stað­ur frek­ar en versl­un. Aðr­ir bók­sal­ar hafa far­ið sömu leið.

Nú ber­ast tíð­indi af því að Wa­ter­st­ones hafi keypt hina rót­grónu banda­rísku keðju Bar­nes & Noble. Flytja á breska mód­el­ið vest­ur um haf.

Dæm­ið af Wa­ter­st­ones og bók­inni er góð fyr­ir­mynd fyr­ir þá sem berj­ast fyr­ir til­veru­rétti sín­um í breytt­um heimi. Þró­ast eða deyja.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.