Ágæt­is byrj­un orð­in tví­tug

Sig­ur Rós býð­ur al­menn­ingi í hlust­un­ar­partí í Gamla bíói í kvöld til að fagna tutt­ugu ára af­mæli plöt­unn­ar Ágæt­is byrj­un. Georg Holm fer í hug­an­um aft­ur til for­tíð­ar.

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT - [email protected]­bla­did.is

Hljóm­sveit­in Sig­ur Rós var stofn­uð ár­ið 1994. Þá voru þrír í henni, Ág­úst Æv­ar Gunn­ars­son, Georg Holm og Jón Þór­ir Birg­is­son. Sveit­in var skírð í höf­uð­ið á ný­fæddri syst­ur Jónsa. Þetta seg­ir Google. En ég er með Georg, oft nefnda Gogga, á lín­unni og spyr hvernig allt hafi byrj­að. „Við Ág­úst vor­um ná­grann­ar og æsku­vin­ir hér í Reykja­vík en Jónsi er úr Mos­fells­bæn­um. Það er út­breidd­ur mis­skiln­ing­ur að við sé­um all­ir úr Mosó. „Fyrsta æf­ing­in okk­ar, án þess að heita eitt­hvað sem hljóm­sveit, var und­ir verk­smiðju við Skútu­vog­inn. Við Gústi byrj­uð­um þar og svo bætt­ist Jónsi við.“

Sig­ur Rós er ein þekkt­asta hljóm­sveit Ís­lands á heimsvísu. En fyrsta gigg­ið lof­aði ekki góðu, að sögn Gogga. „Við kom­um fram á skemmt­un í Mos­fells­bæn­um, spil­uð­um tvö eða þrjú lög og gekk al­veg hræði­lega. Ákváð­um samt að þrauka og halda sam­starf­inu áfram því okk­ur fannst við betri en þetta.“

Byrj­un­in var sem sagt ekk­ert ágæt þó að tit­ill þriðju plötu sveit­ar­inn­ar gefi það í skyn. Áð­ur en und­ir­bún­ing­ur henn­ar hófst bætt­ist Kjart­an Sveins­son í hóp­inn. Eft­ir upp­tök­urn­ar hætti Ág­úst og í stað hans kom Orri Páll Dýra­son. Plat­an kom út ár­ið 1999 og í kvöld hefst hlust­un­ar­partí í Gamla bíói klukk­an 21 í til­efni tví­tugsaf­mæl­is henn­ar. Það er op­ið al­menn­ingi með­an hús­rúm leyf­ir.

Georg seg­ir þá fé­laga hafa tek­ið nokk­ur ár í að æfa. „Eft­ir þessa uppá­komu í Mos­fells­bæn­um spil­uð­um við ekk­ert op­in­ber­lega í tvö til þrjú ár. Vor­um bæði í vinnu og skóla en nýtt­um hverja mín­útu sem við höfð­um lausa í að hitt­ast, æfa og semja. Okk­ur fannst það gam­an og það var til­gang­ur­inn með þessu öllu. En eft­ir út­komu Ágæt­is byrj­un­ar byrj­aði bolt­inn að rúlla. Reynd­ar spil­uð­um við ekk­ert um tíma held­ur

vor­um á ein­hverj­um lög­fræði­bux­um að semja við plötu­fyr­ir­tæki er­lend­is og lesa samn­inga, frek­ar leið­in­legt,“rifjar Georg upp. „En svo tók við þriggja ára stans­laust tón­leika­ferða­lag. Við byrj­uð­um í Bretlandi og fór­um víð­ar um Evr­ópu. Bandaríkin komu inn seinna – en þau komu og hættu ekk­ert.“

Georg kveðst ekki 100% klár á því í hversu mörg­um ein­tök­um Ágæt­is byrj­un hef­ur selst. „En ég held það sé pínu slatta yf­ir millj­ón, á heimsvísu – ekki bara á Íslandi! Síð­ast þeg­ar ég vissi var Takk … sölu­hæsta plat­an okk­ar, ef ég á að skjóta á eitt­hvað þá er hún í einni og hálfri millj­ón. Held að flest­ar séu í kring­um það en ekki all­ar.“

Þeir fylgdu sem sagt vel eft­ir þess­ari ágæt­is byrj­un. „Það var eig­in­lega ekki um neitt ann­að að ræða. Við höfð­um strax sterka til­finn­ingu fyr­ir plöt­unni þeg­ar við vor­um að vinna hana og fólk sýndi henni líka mik­inn áhuga. Þeg­ar við byrj­uð­um að túra með hana voru lið­in tvö ár frá því hún kom út á Íslandi, hún kom út ár­ið 2000 í Bretlandi og 2001 í Banda­ríkj­un­um. Þá vor­um við dá­lít­ið farn­ir að spila önn­ur lög sem end­uðu svo á næstu plötu. Fólki fannst það kannski svo­lít­ið skrít­ið en við vor­um þá eig­in­lega komn­ir með leiða á sum­um lög­un­um á Ágæt­is byrj­un.“

FRÉTTABLAЭIÐ/HARI

Maí 2002. Orri Dýra­son, Jón Þór Birg­is­son (Jónsi), Kjart­an Sveins­son og Georg Holm.

FRÉTTABLAЭIÐ/GVA

Fe­brú­ar 1995. Upp­haf­lega sveit­in. Jón Þór Birg­is­son (Jónsi), Georg Holm og Ág­úst Æv­ar Gunn­ars­son.

Úr Degi 20. ág­úst 2000

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.