Dóm­ur féll yf­ir Nel­son Mand­ela

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT -

Það var þenn­an dag ár­ið 1964 sem Nel­son Mand­ela var dæmd­ur í lífs­tíð­ar­fang­elsi. Var þessi heims­frægi leið­togi bar­áttu­manna gegn að­skiln­að­ar­stefn­unni í Suð­ur-Afríku dæmd­ur til slíkr­ar refs­ing­ar fyr­ir skemmd­ar­verk. Mand­ela var sak­felld­ur ásamt sjö öðr­um, þar á með­al fyrr­ver­andi að­al­rit­ara hins bann­aða Þjóð­ar­ráðs Afríku (ANC), en Mand­ela var ein­mitt leið­togi þess. Stóð fjöldi fólks fyr­ir ut­an dóms­hús­ið þeg­ar dóm­ur var upp kveð­inn og mik­ill við­bún­að­ur lög­reglu var á staðn­um, en um leið og nið­ur­staða dóms­ins varð ljós brut­ust út gríð­ar­leg mót­mæli. Reynd­ar voru mót­mæl­in ekki stað­bund­in, því mót­mælt var um all­an heim.

Mand­ela sat inni í 27 ár, þar sem hann eyddi lang­mest­um tíma í þrælk­un­ar­vinnu í Robben Is­land-fang­els­inu stutt frá Höfða­borg. Ár­ið 1990 var Mand­ela lát­inn laus úr fang­els­inu og fékk frið­ar­verð­laun Nó­bels ásamt F.W. de Klerk for­seta ár­ið 1993. Mand­ela var svo sjálf­ur kos­inn for­seti Suð­ur-Afríku ári síð­ar, en þá áttu sér stað sögu­leg­ar kosn­ing­ar, þar sem bæði svart­ir og hvít­ir hlutu kjörgengi. Mand­ela var sum­sé fyrsti lýð­ræð­is­lega kjörni for­seti lands­ins. Mand­ela lét af embætti ár­ið 1999 og lést þann 5. des­em­ber ár­ið 2013, þá 95 ára gam­all.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.