Eins og stjörnu­him­inn

Í Safna­hús­inu við Hverf­is­götu er sýn­ing á ís­lensk­um orða­forða.

Fréttablaðið - - VEÐUR, MYNDASÖGUR ÞRAUTIR - kol­[email protected]­bla­did.is Kol­brún Berg­þórs­dótt­ir

Sýn­ing á ís­lensk­um orða­forða stend­ur yf­ir í Safna­hús­inu við Hverf­is­götu. Stofn­un Árna Magnús­son­ar í ís­lensk­um fræð­um stend­ur fyr­ir sýn­ingu sem heit­ir Óra­vídd­ir – Orða­forð­inn í nýju ljósi. Um er að ræða inn­setn­ingu á þrívídd­ar­birt­ingu orða­forð­ans eins og hann kem­ur fyr­ir í Ís­lensku orðaneti eft­ir Jón Hilm­ar Jóns­son. Trausti Dags­son, verk­efn­is­stjóri í upp­lýs­inga­tækni, og Eva Ma­ría Jóns­dótt­ir kynn­ing­ar­stjóri unnu að sýn­ing­unni fyr­ir hönd stofn­un­ar­inn­ar.

Ný­stár­leg fram­setn­ing

„Þarna er um að ræða ný­stár­lega fram­setn­ingu á ís­lenska orða­forð­an­um. Hann er oft­ast skoð­að­ur í lengd og breidd í orða­bók­um en á þeim tím­um sem við lif­um er allt kom­ið inn á net. Þetta er mynd­bandsinn­setn­ing og við er­um að sýna ís­lenskt orðanet í þrívídd. Úr þessu verða til ein­hvers kon­ar stjörnu­þok­ur. Það er orð í miðj­unni og öll orð sem tengj­ast því eru í kring og síð­an tengj­ast orð­in inn­byrð­is. Gest­ir horfa á orð­in sem koma og fara, þetta er eins og að horfa upp í stjörnu­him­in,“seg­ir Eva Ma­ría. „Orð­in má finna í Orðanet­inu sem var opn­að ár­ið 2016 á vefn­um og er öll­um að­gengi­legt eða öðr­um orða­söfn­um á veg­um Árna­stofn­un­ar. Þetta eru orð sem eru bæði al­geng og óal­geng, fjalla til dæm­is um nátt­úru, veð­ur, til­finn­ing­ar og tengj­ast svo inn­byrð­is. Sum orð­in sem birt eru á sýn­ing­unni eru reynd­ar svo ný að þau hafa enn ekki rat­að í op­in­ber orða­söfn en eru samt í notk­un á viss­um svið­um.“

Ný leið til að skoða mál­ið

Í gagn­virk­um hluta sýn­ing­ar­inn­ar geta gest­ir síð­an kann­að vensl orða og leyft hug­renn­inga­tengsl­um að kvikna. „Ef ein­hver slær til dæm­is inn „ferða­mað­ur“og „frið­ur“get­ur hann kom­ist að því í gegn­um hvaða orð þessi hug­tök tengj­ast. Þeir sem hafa sér­stak­an áhuga á kött­um geta fund­ið orð­ið „kött­ur“og öll orð sem tengj­ast því og síð­an öll orð sem tengj­ast orð­un­um sem tengj­ast ketti. Þetta er al­veg ný leið til að skoða mál­ið, og hún er mjög áhrifa­rík,“seg­ir Eva Ma­ría.

FRÉTTABLAЭIÐ/ANTON BRINK

„Þarna er um að ræða ný­stár­lega fram­setn­ingu á ís­lenska orða­forð­an­um,“seg­ir Eva Ma­ría Jóns­dótt­ir kynn­ing­ar­stjóri.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.