Rjóma­blíða á Skjald­borg

Þann 7.-10. júní fór ís­lenska heim­ild­ar­mynda­há­tíð­in Skjald­borg fram í þrett­ánda skipti á Pat­reks­firði. Veðr­ið lék við gesti há­tíð­ar­inn­ar eins og þess­ar ljós­mynd­ir gefa glögga mynd af.

Fréttablaðið - - DAGSKRÁ - Stein­ger­d­[email protected]­bla­did.is

Heim­ild­ar­mynda­há­tíð­in Skjald­borg var hald­in í þrett­ánda sinn nú um hvíta­sunnu­helg­ina. Í lok há­tíð­ar­inn­ar voru veitt áhorf­enda­verð­laun­in Ein­ar­inn, en þau hafa ver­ið veitt frá upp­hafi, og dóm­nefnd­ar­verð­laun­in Ljóskast­ar­inn sem veitt voru í fyrsta sinn ár­ið 2017.

Í ár hlaut heim­ild­ar­mynd­in Vasúlka áhrif­in eft­ir Hrafn­hildi Gunn­ars­dótt­ur Ein­ar­inn. Hún fjall­ar um mynd­bands­verkalista­fólk­ið og frum­kvöðl­ana Steinu og Woo­dy Vasúlka. Kom­in á átt­ræðis­ald­ur og í fjár­krögg­um voru þau fyr­ir til­vilj­un end­urupp­götv­uð af lista­heim­in­um sem þau töldu sig aldrei hluta af og skut­ust aft­ur upp á stjörnu­him­in­inn. Vasúlka áhrif­in var kynnt sem verk í vinnslu ár­ið 2017 og komu Vasúlka-hjón­in jafn­framt á há­tíð­ina það ár sem heið­urs­gest­ir.

Heim­ild­ar­mynd­in Í sam­bandi eft­ir Pawel Ziem­ilski hlaut dóm­nefnd­ar­verð­laun­in, Ljóskast­ar­ann, en hún fjall­ar um pólska íbúa á Íslandi og hvernig þeir halda tengsl­um við sína nán­ustu.

Dóm­nefnd­ina skip­uðu Haf­steinn Gunn­ar Sig­urðs­son, leik­stjóri og einn stofn­enda há­tíð­ar­inn­ar, Mar­grét Örn­ólfs­dótt­ir, hand­rits­höf­und­ur og tón­skáld, og Anna Þóra Stein­þórs­dótt­ir, leik­stjóri og tvö­fald­ur sig­ur­veg­ari á Skjald­borg 2018.

Kven­fé­lag bæj­ar­ins bauð upp á plokk­fisk á laug­ar­deg­in­um og her­leg­heit­in end­uðu svo með al­vöru sveita­balli með hljóm­sveit­inni Björt­um sveifl­um á sunnu­deg­in­um. Helga Ra­kel Rafns­dótt­ir, einn stjórn­anda há­tíð­ar­inn­ar, seg­ir há­tíð­ina hafa hepp­ast ein­stak­lega vel og að veð­ur­blíð­an hafi alls ekki ekki skemmt fyr­ir.

MYND/HRUND ATLADÓTTIR

Fjór­tán heim­ild­ar­mynd­ir og sex verk í vinnslu voru sýnd á há­tíð­inni í ár.

Með­fram­leið­andi mynd­ar­inn­ar Í sam­band, Anton Máni Svans­son, veitti ljós­kast­ar­an­um við­töku. Mynd­in fjall­ar um pólska sam­fé­lag­ið á Íslandi.

Sól­in lék við gesti há­tíð­ar­inn­ar í þetta skipt­ið.

Arn­ar Ingi, tromm­ari hljóm­sveit­ar­inn­ar Bjartra sveiflna, tek­ur hér nokk­ur lauflétt dans­spor.

Kven­fé­lag­ið á Pat­reks­firði eld­aði plokk­fisk of­an í mann­skap­inn á laug­ar­deg­in­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.