Sorg­ar­helgi

Fréttablaðið - - DAGSKRÁ - Jónu Hr­ann­ar Bolla­dótt­ur

Slys­in gera ekki boð á und­an sér, segj­um við eft­ir þessa liðnu hvíta­sunnu­helgi og horf­um rauna­leg á hvert ann­að. Það er satt. Slys­in ger­ast á þessu skelfi­lega augna­bliki þeg­ar tím­inn stend­ur í stað, allt hljóðn­ar og ekk­ert verð­ur fram­ar eins og áð­ur var.

Þeg­ar slys­in dynja yf­ir eiga marg­ir um sárt að binda. Per­són­ur kveðja, önn­ur liggja slös­uð og ást­vin­ir þjást og syrgja. Við hugs­um líka til þeirra sem mæta fyrst á vett­vang eft­ir að allt er breytt og fá það hlut­verk að bjarga því sem bjarg­að verð­ur. Þau eru fólk­ið sem fyrst átt­ar sig á því sem orð­ið er. Þetta fólk fær það verk­efni að halda ró sinni við erf­ið­ar að­stæð­ur, sýna al­gera yf­ir­veg­un og starfa sem einn mað­ur í þágu von­ar­inn­ar. Eitt augna­blik birt­ist fregn­in í fjöl­miðl­um og við finn­um til. En þau sem eiga hlið­stæða reynslu finna hvernig sár­in opn­ast hið innra og gam­all sárs­auki minn­ir á sig.

Á svona dög­um er ég alltaf svo þakk­lát að búa í litlu landi þar sem áföll­in verða svo miklu meira en frétt þeg­ar sam­kennd­in kem­ur eins og hlýr and­vari, sorg­inni er deilt og eng­um stend­ur á sama. Það er rétt sem sagt er, að létt­ar raun­ir eru mál­gefn­ar en þung­ar sorg­ir þögl­ar. Samt verð­um við að tala um flug­slys­ið við Múla­kot og ekki síst við unga fólk­ið okk­ar því við finn­um öll til. Ég bið þess að him­nesk­ir og jarð­nesk­ir engl­ar um­vefji þau sem lát­in eru, þau sem eru slös­uð og þau öll sem hafa misst. Einnig hugs­um við til við­bragðs­að­il­anna allra sem hafa lagt mik­ið af mörk­um og gert sitt besta. Öll slys af þessu tagi búa í minni þjóð­ar­inn­ar líkt og ör á þjóð­ar­lík­am­an­um. Hvíta­sunnu­helg­in 2019, með blíð­viðri sínu og sól, verð­ur um ókomna tíð sorg­ar­helgi í minni þjóð­ar­inn­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.