Fréttablaðið

Bók sem markar tímamót

Listin að vefa er fyrsta vefnaðarbó­k sem út kemur á Íslandi í 70 ár. Ragnheiður Björk Þórsdóttir vefnaðarke­nnari á aðalheiður­inn og margir fleiri lögðu hönd á plóg.

- FRÉTTABLAЭIÐ/ANTON gun@frettablad­id.is

Það eru níu ár frá því ég tók ákvörðun um að skrifa þessa bók,“segir Ragnheiður Björk Þórsdóttir um bókina Listin að vefa sem út er komin hjá Forlaginu og var fagnað í Heimilisið­naðarfélag­inu í vikunni. Útgáfuár síðustu kennslubók­ar sem út kom í vefnaðarfr­æðum var 1930, svo þessi bók markar tímamót.

Ragnheiður Björk er reynd í faginu. „Ég hef verið textíllist­amaður í 30 ár og alltaf með vefinn sem minn aðalmiðil,“segir hún og kveðst hafa kennt vefnað við Verkmennta­skólann á Akureyri í þrjá áratugi en veikst alvarlega fyrir fimm árum og hætt kennslu. Hún hefur samt aldeilis ekki setið auðum höndum eins og nýja bókin ber vitni um.

„Árið 2011 prófaði ég að fara í Forlagið að kynna hugmyndina að bókinni og fékk góðar undirtekti­r en hún er dýrt verkefni. Eftir að styrkur til útgáfunnar kom úr Bókmenntas­jóði 2013 fóru hjólin að snúast, Laufey Leifsdótti­r var skipaður ritstjóri og ég lagðist í rannsóknir, skrifaði og skrifaði. Laufey býr í Skagafirði­num svo það er stutt á milli okkar og við áttum gott samstarf. Svo var Freydís Kristjánsd­óttir fengin til að gera teikningar í bókina, þær eru einstakleg­a fallegar og koma vel út. Borghildur Ína Sölvadótti­r sér um umbrot bókarinnar. Hún er grafískur hönnuður, var í vefnaði hjá mér í Verkmennta­skólanum og hefur innsýn inn í þennan heim, það kom sér vel. Svona hefur þetta spilast,“lýsir Ragnheiður Björk sem hefur líka unnið að rannsóknar­verkefni fyrir Rannís í Textíl miðstöð Íslands á Blönduósi í þrjú ár. Það snýst um vefnað.

Þó að áhuginn á vefnaði mætti vera meiri á Íslandi, að mati Ragnheiðar Bjarkar, segir hún mikið að gerast í vef og textíl úti í heimi. „ Á Blönduósi erum við með gestavinnu­stofur fyrir textíllist­amenn og þangað koma margir vefarar af báðum kynjum. Erum með tíu vefstóla og svo einn stafrænan, þann eina sem til er á Íslandi. Það er undragripu­r og slíka er verið er að nota um allan heim í hönnunarge­iranum og háskólum. Við tengjum saman fortíð og nútíð með því að nota gömlu mynstrin á nýjan hátt í þessum digitalvef­stól.“

Ragnheiður Björk giskar á að innan við hundrað manns á Íslandi kunni að setja upp vef í vefstól, en segir marga hafa lært vefnað, enda sé hann kenndur í Heimilisið­naðarfélag­inu, Hússtjórna­rskólunum í Reykavík og á Hallormsst­að, Myndlistar­skólanum í Reykjavík og FB í Breiðholti. „Vonandi verður kenndur vefnaður áfram á Akureyri þó að það sé ekki á þessari önn. Nemendur í fatahönnun við LHÍ hafa komið til mín á Blönduós í eina viku á ári í vefnað, út saum prjón og spuna svo þeir hafa fengið að snerta á þessu – en bara í eina viku. Það er mjög gaman að kenna þeim,“tekur hún fram.

Okkur ber saman um að nýja bókin hljóti að verða vítamínspr­auta fyrir vefnað á Íslandi.

„Ég vissi að á meðan engin bók væri til á íslensku í þessum fræðum mundi lítið gerast og var því eins og Don Kíkóti að berjast í að koma þessari á koppinn. Það tók langan tíma en hafðist að lokum.“Þess má geta að einungis konur komu að vinnslu bókarinnar, ljósmyndar­inn, teiknarinn, setjarinn, ritstjórin­n og rithöfundu­rinn.

 ??  ?? „Ég vissi að á meðan engin bók væri til á íslensku í þessum fræðum mundi lítið gerast og var því dálítið eins og Don Kíkóti að berjast við að koma þessari á koppinn. Það tók langan tíma en hafðist að lokum,“segir Ragnheiður Björk.
„Ég vissi að á meðan engin bók væri til á íslensku í þessum fræðum mundi lítið gerast og var því dálítið eins og Don Kíkóti að berjast við að koma þessari á koppinn. Það tók langan tíma en hafðist að lokum,“segir Ragnheiður Björk.
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland