Fréttablaðið

Til varð eins konar ævisaga í málverkum

Jón Magnússon sýnir olíumálver­k í SÍM-húsinu. Minningar úr æskunni veittu honum innblástur. Nýlegar minningar rata einnig í verkin. Greta Thunberg, Björk og Tinni eru meðal þeirra sem rata í listaverk.

- Kolbrún Bergþórsdó­ttir FRÉTTABLAЭIÐ/ANTON BRINK

M

kolbrunb@frettablad­id.is

inningar er yfirskrift myndlistar­sýningar Jóns Magnússona­r sem nú stendur yfir í SÍM-húsinu í Hafnarstræ­ti. Sýningin stendur til 18. desember og opið er á virkum dögum frá 10.00-16.00.

Myndirnar sem eru olíumálver­k á striga eru minningar listamanns­ins frá barnæsku til fullorðins­ára. „Minningar veita mér innblástur og það er ögrun að setja þær í málverk,“segir Jón. „Ég fór að mála minningar án þess að vera beinlínis að hugsa um það og í framhaldi langaði mig til að gera heila sýningu með minningum úr æskunni. Þetta er því eins konar ævisaga mín í málverkum,“segir Jón. „Ég gerði málverk af mömmu og pabba, ömmu, mér og bróður mínum. Ég gerði kópíu af fyrsta málverkinu sem ég heillaðist af sem er eftir Erró.

Ég sá það á Kjarvalsst­öðum 1978 og það er mynd af apa sem

Ameríkanar sendu út í geiminn. Hér eru líka myndir sem tengjast þeim kúltúr sem var ríkjandi á þeim tíma þegar ég var að alast upp, eins og af Tinna og Viggó viðutan. Síðan koma unglingsár­in og myndirnar sýna áhrif frá Björk, David Bowie og John Lennon sem var myrtur þegar ég var fjórtán ára.“

Nýlegar minningar

Nýlegar minningar rata einnig í málverk. „ Ég málaði mynd af Gretu Thunberg því hún er gríðarlega öflugur leiðtogi umhverfisv­erndarsinn­a. Í fyrra var ég að vinna með ungum umhver f isverndars­innum, gerði fyrir þá plaköt og málverk. Mig langaði til að koma Gretu að í myndlist minni.“Á sýningunni eru 24 verk, flest ný en elsta verkið er frá 1991. „Það er teikning af kennara mínum í París sem kenndi mér allt í sambandi við teikningu. Einn daginn vantaði módel þannig að hann settist á pallinn og lét okkur teikna sig. Á sýningunni er líka málverk frá árinu 1992 af Dóru vinkonu minni sem sat fyrir í París og sú mynd sýnir ákveðna þróun hjá mér eftir fjögur ár í námi.“

Fölskvalau­s einlægni

Aðalsteinn Ingólfsson listfræðin­gur segir í sýningarsk­rá um þessa sýningu Jóns: „Í sýningu sinni hér í húsakynnum SÍM hefur Jón komið fyrir ævisöguleg­um stiklum, sem gefa skýrari mynd af þroskaferl­i hans en við höfum áður séð. Það sem hann man útlistar hann af þeirri nákvæmni sem honum er eiginleg, það sem honum er hulið sveipar hann blárri slikju fjarlægðar­innar… Hér blasir alls staðar við fölskvalau­s einlægni Jóns Magnússona­r, honum er lífsins ómögulegt að koma fram öðruvísi en hann er klæddur.“

ÉG FÓR AÐ MÁLA MINNINGAR ÁN ÞESS AÐ VERA BEINLÍNIS AÐ HUGSA UM ÞAÐ OG Í FRAMHALDI LANGAÐI MIG TIL AÐ GERA HEILA SÝNINGU MEÐ MINNINGUM ÚR ÆSKUNNI.

 ??  ?? Minningar veita mér innblástur, segir myndlistar­maðurinn Jón Magnússon.
Minningar veita mér innblástur, segir myndlistar­maðurinn Jón Magnússon.
 ??  ??
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland