Holl­ur mat­ur er góð for­vörn

Sigrún Birta Krist­ins­dótt­ir hef­ur brenn­andi áhuga á öllu sem teng­ist hollu og heilna­emu mat­ara­eði. Ný­lega gaf hún út rafra­ena upp­skrifta­bók sem hef­ur far­ið virki­lega vel af stað.

Fréttablaðið - Serblod - - KYNNINGARB­LAÐ NAERING, HEILSA OG LÍFSSTÍLL - Ásta Eir Árna­dótt­ir asta­[email protected]­bla­did.is

Sigrún Birta er 23 ára göm­ul, faedd og upp­al­in í Reykja­vík. Hún aefði fót­bolta öll sín upp­vaxt­ar­ár eða al­veg fram á tví­tugs­ald­ur­inn. Í dag stund­ar hún fjöl­breytta lík­ams­ra­ekt svo sem hjól­reið­ar, hlaup, lyft­ing­ar, skíði og göng­ur svo fátt eitt sé nefnt. Sigrún er mennt­að­ur flug­mað­ur og hef­ur að und­an­förnu starf­að sem slík­ur. „Ég er mik­il áhuga­kona um heilsu og þá að­al­lega allt sem teng­ist mat­ara­eði og naer­ingu og hef ég próf­að ým­is­legt. Í dag borða ég að­al­lega mat úr plöntu­rík­inu (hnet­ur, frae, korn, baun­ir, gra­en­meti og ávexti) og hef mikla trú og áhuga á því mat­ara­eði.“Fyr­ir stuttu gaf Sigrún út upp­skrifta­bók á rafra­enu formi sem inni­held­ur heilna­em­ar en fyrst og fremst bragð­góð­ar upp­skrift­ir unn­ar frá grunni að mestu eða öllu leyti sem ber heit­ir „Byggt á plönt­um“. „Ég

hef lit­ið svo á að holl­ur mat­ur sé gíf­ur­leg for­vörn og jafn­vel þótt bein áhrif mat­ar sé ekki að finna samda­eg­urs þá má greini­lega finna fyr­ir lang­tíma­áhrif­um. Heilna­em­ur mat­ur fyr­ir­bygg­ir sjúk­dóma, styrk­ir óna­em­is­kerf­ið og ger­ir okk­ur kleift að lifa heil­brigðu og ham­ingju­sömu lífi.“

Hér deil­ir Sigrún ljúf­fengri upp­skrift af holl­um og

góð­um morg­un­mat. Best er að leggja kínóa í bleyti yf­ir nótt ef tími gefst en ann­ars er gott að skola kínóa fyr­ir eld­un. Hell­ið kínóa í pott ásamt vatni og leyf­ið suð­unni að koma upp og laekk­ið þá hit­ann. Lát­ið malla í 10-12 mín­út­ur eða þar til kínó­að hef­ur sprung­ið út. Bland­ið kínóa sam­an í skál ásamt af­gang­in­um af hrá­efn­un­um. Topp­ið með t.d. berj­um, ávöxt­um, granóla og möndl­umjólk.

Kínóa­graut­ur­inn henn­ar Sigrún­ar er ein­stak­lega naer­inga­rík­ur og fal­leg­ur fyr­ir aug­að.

Sigrún Birta borð­ar í dag að­al­lega mat úr plöntu­rík­inu. Hún tel­ur það hafa góð áhrif á henn­ar lík­am­legu og and­legu heilsu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.