Góð ráð til að haetta að borða syk­ur

Við vit­um öll hvað syk­ur er óholl­ur en um leið oft ómót­sta­eði­leg­ur. Það get­ur því ver­ið mjög erfitt að haetta að borða hann heils­unn­ar vegna, en hér eru góð ráð frá naer­ing­ar­fra­eð­ing­um til að haetta syk­uráti.

Fréttablaðið - Serblod - - KYNNINGARB­LAÐ NAERING, HEILSA OG LÍFSSTÍLL - Odd­ur Freyr Þor­steins­son odd­ur­[email protected]­bla­did.is MYND­IR/NORDICPHOT­OS/GETTY

Það eru marg­ir sem myndu vilja borða minni syk­ur eða jafn­vel eng­an, en það er haeg­ara sagt en gert. Mörg okk­ar hafa óholl­ar neyslu­venj­ur og það get­ur ver­ið erfitt að brjóta van­ann, ekki síst af því að hvar sem mað­ur fer er sa­et­ind­um ýtt að manni. Þau tíðk­ast á manna­mót­um, þau eru mest áber­andi í búð­um, þau eru oft það eina sem finnst í sjálf­söl­um og þau eru aug­lýst stans­laust. Það veit­ir því ekki af allri þeirri hjálp sem býðst. Hér eru nokk­ur góð ráð frá naer­ing­ar­fra­eð­ing­um sem voru tekn­ar sam­an á vef tíma­rits­ins Women‘s Health.

Hugs­ið fram í tím­ann

Þeg­ar við verð­um svöng verð­um við lík­legri til að grípa það sem gefst, þannig að það borg­ar sig að hreinsa alla sykr­aða freist­ingu úr skáp­un­um heima og ein­blína á að und­ir­búa góð­ar mál­tíð­ir. Þá eru alltaf holl­ir rétt­ir til­ta­ek­ir þeg­ar á þarf að halda.

Forð­ist blóð­syk­ur­fall

Til að koma í veg fyr­ir blóð­syk­ur­fall er mjög gott að borða mat­vöru sem inni­held­ur heil­hveiti, því ork­an í slík­um mat losn­ar haegt.

Próf­ið ann­ars kon­ar bragð

Hnefa­fylli af hnet­um eða frae með smá chili-dufti geta örv­að bragð­lauk­ana á nýj­an og öðru­vísi hátt en sa­et­indi og það get­ur sleg­ið á syk­ur­þörf­ina.

Skoð­ið inni­halds­lýs­ing­ar

Auk þess að horfa eft­ir sykri skul­ið þið leita að hun­angi, sírópi, glúkósa, frúktósa, ávaxta­þykkni, malt­s­írópi og dextrósa. Til að forð­ast að borða óvart við­ba­ett­an syk­ur er líka gott að elda sem mest frá grunni úr ferskvöru.

Dreifðu hug­an­um

Reyndu að átta þig á því hvena­er yf­ir dag­inn löng­un­in í syk­ur vakn­ar helst og finndu þér eitt­hvað að gera á þeim tíma sem held­ur þér frá sykr­in­um. Með því að breyta venj­um þannig að tími sem fór áð­ur í syk­ur­neyslu fer í stað­inn í eitt­hvað allt ann­að er haegt að dreifa hug­an­um frá löng­un­inni.

Borð­aðu reglu­lega

Það er best að stefna að því að borða á þriggja tíma fresti og mað­ur er miklu lík­legri til að velja réttu faeð­una áð­ur en mað­ur verð­ur svang­ur, því hungr­ið minnk­ar vilja­styrk­inn og get­ur skap­að lang­an­ir í óholl­ustu.

Hreyfðu þig

Hreyf­ing get­ur unn­ið gegn lík­am­leg­um ein­kenn­um syk­urfíkn­ar því hún virkj­ar verð­launa­stöðv­ar heil­ans. Fyr­ir vik­ið eru minni lík­ur á að mað­ur leiti til syk­urs til að fá ána­egju.

Ekki haetta öllu í einu

Það get­ur ver­ið mjög erfitt að haetta allri syk­ur­neyslu í einu og þá verða lang­an­irn­ar mjög sterk­ar. Það er betra að gefa lík­am­an­um og hug­an­um tíma til að venj­ast og að­lag­ast breytt­um að­sta­eð­um, setja sér lít­il markmið og minnka syk­ur­neysl­una smám sam­an. Þá eru mun meiri lík­ur á að bind­ind­ið end­ist.

Sofðu nóg

Rann­sókn­ir hafa kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að svefn­leysi skerði haefni til ákvarð­ana­töku og veki upp aukna syk­ur­löng­un. Reyndu að ná átta tíma svefni á hverri nóttu.

Njóttu mat­ar­ins

Taktu þér tíma til að njóta mat­ar þíns með­vit­að með öll­um skiln­ing­ar­vit­un­um. Það eyk­ur ána­egj­una af matn­um, dreif­ir hug­an­um frá sa­et­ind­um og aef­ir hug­ann í að leita í ann­að en syk­ur til að fá ána­egju.

Syk­ur er af­skap­lega ávana­bind­andi, bragð­góð­ur og óholl­ur. Marg­ir vilja forð­ast hann, en það get­ur reynst þraut­in þyngri.

Hreyf­ing er eitt af því sem get­ur hjálp­að fólki að halda sig frá sykri.

Svefn­leysi skerð­ir haefni til ákvarð­ana­töku og vek­ur syk­ur­löng­un.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.