Meðganga geng­in á mó­bergi

Styrkt­ar­fé­lag­ið Líf verð­ur tíu ára gamalt í ár. Því verð­ur fagn­að með ýms­um við­burð­um í ár til að vekja at­hygli á mál­efn­um fé­lags­ins, en Líf er bak­hjarl Kvenna­deild­ar­inn­ar á Land­spít­al­an­um.

Fréttablaðið - Serblod - - KYNNINGARB­LAÐ NAERING, HEILSA OG LÍFSSTÍLL - Sól­rún Freyja Sen sol­run­[email protected]­bla­did.is

Þriðju­dag­inn naesta verð­ur far­ið í „Með­göngu“, göngu leidda af Vil­borgu Örnu Giss­ur­ar­dótt­ur göngugarpi á Helga­fell í Hafnar­firði. Vil­borg gekk til liðs við stjórn Lífs í vet­ur og því til­val­ið að nýta henn­ar krafta seg­ir Kol­brún Björns­dótt­ir, fram­kvaemda­stjóri fé­lags­ins. „Okk­ur fannst líka skemmti­legt að leika okk­ur með orð­in og kalla göng­una Með­göngu, því til­gang­ur LÍFS er að styrkja Kvenna­deild Land­spít­al­ans.“

Kol­brún seg­ist eiga von á góðri maet­ingu og að það verði gam­an eins og alltaf að njóta nátt­úr­unn­ar. „Helga­fell­ið er aeðis­legt fjall til að ganga á. Það er frá­ba­ert á marga vegu. Baeði er það góð upp­hit­un að ganga á flatri grundu í ein­hvern tíma áð­ur en kom­ið er að fjall­inu sjálfu og lagt í brekk­urn­ar sem að mestu eru úr mó­bergi, upp­á­haldsund­ir­lagi margs göngu­fólks,“seg­ir Kol­brún. „Fjall­ið er mjög fjöl­breytt. Mað­ur fer upp gljúf­ur og með­fram hlíð, þannig að gang­an er marg­breyti­leg eins og líf­ið í raun­inni.“

Styrkt­ar­fé­lag­ið Líf var stofn­að skömmu eft­ir hrun vegna sí­fellds

nið­ur­skurð­ar á Land­spít­ala sem bitn­aði á Kvenna­deild­inni. „Það þurfti að gera eitt­hvað til baeta stöð­una sem upp var kom­in og þannig varð Líf til sem bak­hjarl Kvenna­deild­ar­inn­ar. Ekki ósvip­að og Hr­ing­ur­inn er fyr­ir Barna­spítal­ann.“

Á heima­síðu fé­lags­ins stend­ur að Líf hafi þann til­gang „… að baeta að­bún­að og þjón­ustu við kon­ur og fjöl­skyld­ur þeirra á með­göngu, í faeð­ingu og sa­eng­ur­legu sem og kvenna sem þurfa umönn­un vegna kven­sjúk­dóma“.

Á Kvenna­deild­inni er tal­að um líf­ið á deild­inni fyr­ir og eft­ir Líf, það sé svo mik­ill mun­ur á starf­inu þar eft­ir að styrkt­ar­fé­lag­ið var stofn­að. Þó seg­ir Kol­brún að list­inn af því sem þurfi að baeta og laga sé enda­laus. Núna stefni fé­lag­ið til daem­is að því að end­ur­nýja all­ar vögg­ur nýbura, þa­er séu orðn­ar baeði gaml­ar og gam­aldags. „Það er mik­il þörf á end­ur­nýj­un og þetta er eitt af því sem okk­ur lang­ar að gera. En ef við mynd­um ein­hvern tím­ann klára verk­efna­list­ann, þá vaer­um við í raun kom­in á þann stað að þeir hlut­ir sem við end­ur­nýj­uð­um fyrst þyrftu aft­ur á end­ur­nýj­un að halda. Þetta er í raun­inni ei­lífð­ar­verk­efni og alltaf eitt­hvað sem er haegt að baeta.“

Eitt af mark­mið­um Lífs í ár er að halda fleiri við­burði út af­ma­elis­ár­ið til að gera fé­lag­ið sýni­legra. „Við vilj­um að fólk viti af okk­ur. Einnig er­um við með allskyns ný verk­efni í bí­gerð sem við von­um að fólk taki vel í þeg­ar að því kem­ur. Við er­um að minnsta kosti mjög spennt að kynna þau.“

Þau sem hafa áhuga á að maeta í göng­una, sem er í sam­vinnu við Hafn­ar­fjarð­ar­bae, eru boð­in hjart­an­lega vel­kom­in kl. 19.30 á nýja bílasta­eð­ið sem er rétt við Kaldár­sel. Gang­an kost­ar ekk­ert en öll­um er vel­kom­ið að styrkja Líf til daem­is með því að nota KASS app­ið en síma­núm­er Lífs er 833 3330. Sjá nán­ar á Face­book-síðu Lífs.

Fjall­ið er mjög fjöl­breytt. Mað­ur fer upp gljúf­ur og með­fram hlíð, þannig að gang­an er marg­breyti­leg eins og líf­ið í raun­inni. Kol­brún Björns­dótt­ir

Kol­brún Björns­dótt­ir er fram­kvaemda­stjóri Lífs styrkt­ar­fé­lags.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.