Karl­menn elda oft­ar en áð­ur

Ný stór norra­en könn­un sem gerð var um mat­ar­venj­ur fólks frá 1997-2012 sýn­ir að karl­menn eru í aukn­um maeli farn­ir að elda mat á heim­il­inu og er það mik­il breyt­ing frá því fimmtán ár­um fyrr.

Fréttablaðið - Serblod - - KYNNINGARB­LAÐ NAERING, HEILSA OG LÍFSSTÍLL - Elín Al­berts­dótt­ir el­[email protected]­bla­did.is

Fjöl­skyldu­líf­ið er að breyt­ast með auk­inni þátt­töku feðra.

Rann­sókn­in var sam­vinnu­verk­efni á milli Nor­egs, Sví­þjóð­ar, Dan­mörku og Finn­lands. Nið­ur­stöð­urn­ar hafa ver­ið tekn­ar sam­an í ný­út­kom­inni bók sem nefn­ist Everyday Eat­ing. Einn af rann­sak­end­un­um, Unni Kja­er­nes, sem sá um norska hlut­ann, seg­ir að það hafi kom­ið á óvart hversu mik­il breyt­ing sé á heim­il­is­haldi varð­andi karl­menn. Ár­ið 2012 hafði þeim karl­mönn­um fjölg­að stór­lega sem eld­uðu mat á sínu heim­ili þeg­ar mið­að er við upp­hafs­ár könn­un­ar­inn­ar 1997. Það ár voru það kon­ur sem sáu um elda­mennsku á heim­il­um. Í öll­um fjór­um lönd­un­um hafði orð­ið mjög mik­il aukn­ing á þátt­töku karl­manna í eld­hús­verk­um, sam­kvaemt forskn­ing.no.

Kja­er­nes tel­ur að auk­ið jafn­rétti kynja hafi hér sitt að segja. Fjöl­skyldu­líf­ið sé að breyt­ast með auk­inni þátt­töku feðra. Til daem­is gefi faeð­ing­ar­or­lof feðra þeim taekifa­eri til að að­lag­ast því að vera heima­vinn­andi. Könn­un­in sýndi jafn­framt að mat­ar­tíma­venj­ur hafa ekki breyst í ár­anna rás. Fólk er fastheld­ið á hvena­er það borð­ar.

Fjöl­skyld­an borð­ar sam­an kvöld­mat en á dag­inn er borð­að í vinnu eða skóla. Sama nið­ur­staða var í öll­um lönd­un­um með venj­ur. Ekki er tal­ið að breyt­ing­ar hafi orð­ið frá ár­inu 2012.

Há­deg­is­verð­ur var það eina sem var öðru­vísi milli land­anna. Í Sví­þjóð og Finn­landi borð­ar fólk heit­an há­deg­is­mat á með­an Dan­ir og Norð­menn fá sér helst brauð eða kald­an mat. Í Sví­þjóð er auk þess oft­ast borð­að á veit­inga­hús­um ef mið­að er við lönd­in fjög­ur. Í Dan­mörku er fjöl­skyldu­mál­tíð­ir mik­ilvaeg­asta stund dags­ins.

Ís­land var ekki með í þess­ari könn­un en gera má ráð fyr­ir að við sé­um svip­uð og fra­end­ur okk­ar á hinum Norð­ur­lönd­un­um hvað þetta varð­ar. Ís­lend­ing­ar gaetu jafn­vel ver­ið fram­ar þeim í jafn­rétt­is­mál­um og þátt­töku karla í heim­il­is­störf­um. Að minnsta kosti þyk­ir það sjálf­sagð­ur hlut­ur hér á landi að karl­menn eldi mat­inn til jafns við kon­ur.

Karl­menn á Norð­ur­lönd­um eru í aukn­um maeli farn­ir að elda mat­inn fyr­ir fjöl­skyld­una dag­lega.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.